Benni hættir með kvennalandsliðið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
06.03.2025
kl. 14.11
Á heimasíðu kki.is segir að Benedikt Guðmundsson hefur lokið störfum sem aðalþjálfari A landsliðs kvenna. Benedikt tók við landsliðinu í mars 2019 og á þessum tíma stýrði hann liðinu í 27 leikjum og unnust sex af þeim. Á þessum tíma fór liðið í gegnum kynslóðaskipti og gerði Benedikt virkilega vel í að setja saman spennandi hóp sem fór vaxandi með hverjum leiknum.
Þá segir einnig að Körfuknattleikssamband Íslands sé afar þakklátt fyrir gríðarlega gott samstarf við Benedikt og hans aðstoðarmenn. Það er óhætt að segja að þeir skilja eftir sig spennandi lið sem á framtíðina fyrir sér. KKÍ hefur nú þegar hafið leitina að eftirmanni hans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.