Allir í Síkið!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.03.2025
kl. 14.41
Við viljum benda Skagfirðingum og öllum þeim sem halda með Tindastól á að það er leikdagur í dag. Strákarnir eiga leik á móti Keflavík kl. 19:15 en veislan byrjar að sjálfsögðu á því að mæta kl. 18:30 upp í íþróttahús og sprengja í sig eins og einum hammarra ef ekki tveim... Dressa sig upp í Tindastólsbúðinni svo maður verðir sér ekki til skammar í stúkunni þegar kameran rúllar yfir áhorfendastúkuna. Það má enginn halda að þú sért þarna til að styðja við Keflavík og þá er nú gott að vera með allavega eitt Tindastólsmerki á sér hvort sem það er á derhúfunni, bolnum, peysunni, treyjunni, bindinu, crocs skónum já eða á náttbuxunum...
Fjölmennum í Síkið og látum vel í okkur heyra!
Áfram Tindastóll!!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.