Kjarnafæði Norðlenska og KS fengu bréf frá Samkeppniseftirlitinu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
06.03.2025
kl. 11.16
Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar uppsagna 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent Kjarnafæði Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga bréf þar sem velt er upp hvort uppsagnirnar séu liður í samruna félaganna. Lögin sem gerðu KS kleift að kaupa Kjarnafæði Norðlenska voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd ólögleg í nóvember sl., og setti það söluna í uppnám, en í framhaldi af því beindi Samkeppniseftirlitið því til afurðastöðva að stöðva aðgerðir sem tengdust m.a. samrunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.