Umhverfisverðlaun Skagafjarðar

Frá vinstri- Jóhanna og Rúnar Lambeyri, Kristrún og Sigurbjörn Gilstúni, Arnfíður og Guðmundur Lækjarholti, Rafn Ingi Steinull, Ragnhildur Stóru Ökrum, Kristján og Sigíður Laugatúni og Magnea og Björn Varmalæk.
Frá vinstri- Jóhanna og Rúnar Lambeyri, Kristrún og Sigurbjörn Gilstúni, Arnfíður og Guðmundur Lækjarholti, Rafn Ingi Steinull, Ragnhildur Stóru Ökrum, Kristján og Sigíður Laugatúni og Magnea og Björn Varmalæk.

Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2024 voru afhentar í gær 5.september í Húsi Frítímas. Það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Skagafjörð og er þetta 20.árið sem Soroptimistar í Skagafirði hafa haft umsjón með verkefninu og voru veitt sjö verðlaun í 5 flokkum. Snyrtileg lóð í þéttbýli, býli í hefðbundnum búskap, býli án hefðbundins búskapar, fyrirtæki og einstakt framtak. 

Snyrtilega lóð í þéttbýli - Sigurbjörn Bogason og Sigurbjörg Kristrún Snjólfsdóttir, Gilstúni 28 og Kristján Valgarðsson og Sigríður Snorradóttir í Laugatúni 2. 

Býli með hefðbundinn búskap - Agnar Gíslason og Ragnhildur Jónsdóttir á Stóru Ökrum 2 

Býli án hefðbundins búskapar - Björn Sveinsson og Magnea K. Guðmundsdóttir á Varmalæk og Guðmunur R. Stefánsson og Arnfríður Arnardóttir í Lækjarholti. 

Fyrirtæki - Lambeyri tjaldsvæði í eigu Friðriks Rúnars Friðrikssonar. 

Einstakt framtak er Steinullarmoltan og var það Rafn Ingi Rafnsson framleiðslustjóri Steinullar sem tók við viðurkenningunni. 

Feykir segir betur frá verðlaunahöfum í næsta tölublaði. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir