Umhverfisverðlaun Skagafjarðar
Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2024 voru afhentar í gær 5.september í Húsi Frítímas. Það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Skagafjörð og er þetta 20.árið sem Soroptimistar í Skagafirði hafa haft umsjón með verkefninu og voru veitt sjö verðlaun í 5 flokkum. Snyrtileg lóð í þéttbýli, býli í hefðbundnum búskap, býli án hefðbundins búskapar, fyrirtæki og einstakt framtak.
Snyrtilega lóð í þéttbýli - Sigurbjörn Bogason og Sigurbjörg Kristrún Snjólfsdóttir, Gilstúni 28 og Kristján Valgarðsson og Sigríður Snorradóttir í Laugatúni 2.
Býli með hefðbundinn búskap - Agnar Gíslason og Ragnhildur Jónsdóttir á Stóru Ökrum 2
Býli án hefðbundins búskapar - Björn Sveinsson og Magnea K. Guðmundsdóttir á Varmalæk og Guðmunur R. Stefánsson og Arnfríður Arnardóttir í Lækjarholti.
Fyrirtæki - Lambeyri tjaldsvæði í eigu Friðriks Rúnars Friðrikssonar.
Einstakt framtak er Steinullarmoltan og var það Rafn Ingi Rafnsson framleiðslustjóri Steinullar sem tók við viðurkenningunni.
Feykir segir betur frá verðlaunahöfum í næsta tölublaði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.