Aldrei of varlega farið

Mynd sem blaðamaður tók í Mælifellsrétt fyrir ári.
Mynd sem blaðamaður tók í Mælifellsrétt fyrir ári.

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir vegfarendum á að ein mesta réttarhelgi ársins sé framundan og þúsundir fjár séu nú á heimleið úr afréttum.

Það má því vænta þess að sauðfé og smalar verði á vegi okkar í umferðinni og það eina í þeirri stöðu er að sýna tillitsemi, þolinmæði og skilning á aðstæðum. Þetta á ekki bara eingöngu við þessa helgi heldur einkennir þetta svolítið haustbyrjun og september allann. 

Landslagið er blautt yfirferðar og skriður hafa fallið í fjöllum og því sendir blaðamaður Feykis sem stefnir á að vera í réttum um helgina góðar kveðjur í smalamennskur og göngur með ósk um gott gegni og heimtur og munið svo að það er aldrei of varlega farið. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir