Sprúðlandi nýr Feykir kominn út
Delúx-útgáfan af Feyki kom út í dag en það þýðir að blaðið er 16 síður af alls konar í þetta skiptið. Opnuviðtalið er við Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóra Húnabyggðar, sem segir lesendum hressilega frá verkefnum og viðfangsefnum sveitarstjórans og ýmsu því sem brennur á íbúum sveitarfélagsins. Hann segir m.a. starf sveitarstjórans algjörlega allt öðruvísi en hann hafði ímyndað sér. „Það er reyndar gott því að það var ástæða þess að ég ákvað að taka þetta starf og gefa mér þessa áskorun sem hefur reynst ansi hressandi,“ segir Pétur.
Þá segir Álfhildur Leifsdóttir, formaður Kennarasamband Norðurlands vestra, frá haustþingi KSNV en hún er einnig spurð um eitt og annað skóla og kennslutengt. Farið er yfir hverjir hlutu Umhverfisviðurkenningar í Skagafirði, Hörður Ingimars leiðsegir lesendum láglendisleiðina frá Blönduósi og til Reykjavíkur, Feykir fer í réttir, nýir íbúar í Litla-Skógi eru heimsóttir og Elsa Rún segir okkur frá gæludýrinu sínu, dverghamstrinum Sprota sem á bæði inniskó og smóking.
Svo eru að sjálfsögðu í blaðinu fastir liðir eins og aflafréttirnar, matgæðingar og spurning vikunnar auk frétta og afþreyingar.
Hvernig væri nú að gerast áskrifandi að Feyki – blaðinu eða bara rafrænt. Síminn er 455 7171 og svo er hægt að gerast áskrifandi í gegnum netið >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.