Ávaxtakarfan á svið í Bifröst

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir leikstjóri. MYND PF - leikfelag550.is
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir leikstjóri. MYND PF - leikfelag550.is

Leikfélagið á Sauðárkróki hefur hafið æfingar á hinni sívinsælu Ávaxtakörfu eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, í leikstjórn Sigurlaugar Vorsísar Eysteinsdóttur. Tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Frumsýning er áætluð 15. október nk.

Á nýrri heimasíðu Leifélags Sauðárkróks segir að  „Ávaxtakarfan er algjörlega frábært tímalaust barnaleikrit sem er alltaf jafn skemmtilegt. Leikfélagið setti það einmitt á svið fyrir 20 árum síðan og það verður ekki síður spennandi að setja það upp í ár,“ segir Silla leikstjóri í léttu spjalli við nýju heimasíðuna.Hún segir það hafa verið algjört leikstjóra-lúxus-vandamál að manna leikritið þar sem 16 hæfileikaríkir og glæsilegir leikarar tóku prufu en einungis níu leikhlutverk voru í boði. „Að mínu mati sennilega eitt erfiðasta hlutverk leikstjórans er að geta ekki haft alla á sviði sem vilja en blessunarlega eru afar mörg mikilvæg hlutverk við uppsetningu á einni leiksýningu og allur leikhópurinn sýnir strax mikla og jákvæða orku, hugmynda auðgi, samheldni og samvinnu og kraft í sköpun og gleði.

Frumsýningin er sem fyrr segir áætluð 15. október og segir Silla að leikhúsgestir, stórir sem smáir, megi búast við mögnuðum leik og söng, mikilli innlifun og leikhústöfrum sem mun vonandi fylgja öllum heim.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir