Leikur á móti Stjörnunni í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
12.09.2024
kl. 14.35
gunnhildur@feykir.is
Nú er komið að æfingaleik tvö hjá Meistaraflokki karla Tindastóls í körfubolta. Leikurinn hefst á slaginu 19:15 það kostar 1000 kr. inn og hamborgarasalan hefst venju samkvæmt 18:30.
Það var vel mætt á síðasta leik, allir í Síkið.
Áfram Tindastóll
Fleiri fréttir
-
Húsin í bænum - Styrkveiting úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra
Húnaþing vestra hefur hlotið styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til verkefnisins Húsin í bænum. Þetta kemur fram á vef Húnaþings.Verkefnið gengur út á að setja upp allt að 10 upplýsingaskilti um sögu valinna húsa í elsta hluta Hvammstanga.Meira -
Verður eins og lítill snjóbolti | Ég og gæludýrið mitt
Í Eyrartúninu á Króknum er að finna einn lítinn Kögg en eigandi hans er Brynhildur Heiða Valgarðsdóttir sem er á tólfta ári. Brynhildur er dóttir Hrafnhildar Skaptadóttur og Valgarðs Einarssonar og á hún einnig lítinn bróður sem heitir Patrekur Valur. Köggur er af tegundinni Pomeranian eða Pommi eins og hún er stundum kölluð.Meira -
Sú gula mætir á morgun, 15. janúar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 14.01.2025 kl. 15.53 siggag@nyprent.isÁ morgun, milli kl. 16:00 og 22:00, mætir sú gula, öllum til mikillar gleði eða hitt og. Vedur.is segir að á Norðurlandi vestra verði stormur með vindstrengjum eða sunnan og suðvestan 15-25 m/s og vindhviður geta náð yfir 35 m/s við fjöll. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.Meira -
Heildarorkukostnaður á Blönduósi og Skagaströnd hæstur á Norðurlandi vestra
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 14.01.2025 kl. 14.48 siggag@nyprent.isLíkt og undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út árlegan kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Nú er komin út skýrsla um orkukostnað heimila miðað við gjaldskrár 1. september 2024. Alls eru 92 byggðakjarnar í greiningunni, þar á meðal Hvammstangi, Blönduós og Skagaströnd, og ná tölur fyrir þá aftur til ársins 2014. Samhliða skýrslunni kemur út mælaborð þar sem hægt er að skoða orkukostnað í byggðakjörnum á Íslandskorti, skoða raforku- og húshitunarkostnað sér og bæta við útreikningi fyrir varmadælu fyrir staði með beina rafhitun, segir á huni.is.Meira -
Saltfiskur og skötuselur | Matgæðingur vikunnar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst, Lokað efni 14.01.2025 kl. 12.00 siggag@nyprent.isMatgæðingur vikunnar í tbl 39, 2023, var Jón Ingi Sigurðsson sem er tæknistjóri hjá FISK Seafood ehf. Konan hans er Elísabet Hrönn Pálmadóttir sem er fyrrverandi forstöðumaður Dagdvalar aldraðra á Sauðárkróki. Jón kemur frá Vestmannaeyjum en Elísabet er frá Holti á Ásum A-Hún. Jón og Elísabet eiga þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. „Ég ætla að bjóða uppá tvo fiskrétti þar sem hægt er að nota sömu sósu og meðlæti með,“ segir Jón.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.