Fréttir

Árni Geir í framkvæmdastjórastarf hjá Origo

Króksarinn Árni Geir Valgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Origo og mun hann leiða hugbúnaðarsvið félagsins frá októbermánuði. Origo er eitt af stærstu tölvufyrirtækjum landsins.
Meira

Gyrðir Elíasson tók við Tranströmer-verðlaununum í gær

Í byrjun sumars var það tilkynnt að Gyrðir Elíasson, skáldið góða af Hólmagrundinni á Sauðárkróki, hafi hlotið sænsku Tranströmer-verðlaunin og í gær tók hann við verðlaununum á Bókmenntahátíðinni í Västerås í Svíþjóð. Samhliða því var úrval ljóða hans gefið út í sænskri þýðingu.
Meira

Ríkisstjórnarsamstarfinu slitið og kosningar væntanlega í nóvember

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem á annað borð hefur fylgst með dramatíkinni á stjórnarheimilinu að samstarfið hefur um tíma hangið á bláþræði. Í dag kallaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra til fundar í Stjórnarráðinu þar sem hann tilkynnti að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna hafi verið slitið.
Meira

Er lúmskt hræddur við Imma ananas – segir Guli bananinn

Guli bananinn er yfirlífvörður og hægri hönd Imma ananas en þeir verða mættir í Ávaxtakörfu Leikfélags Sauðárkróks þegar frumsýnt verður nú á þriðjudaginn. Hans helsta hlutverk er að þjálfa Garðar græna í lífvörðinn og marsera um alla körfuna og sjá til þess að Maja jarðaber haldi henni hreinni.
Meira

Gaman að vera smá öðruvísi – segir Gedda gulrót

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Ávaxtakörfuna þriðjudaginn 15. október. Gedda gulrót er eina grænmetið í Ávaxtakörfunni og lendir þar fyrir slysni. Móttökurnar sem Gedda fær eru ekki alveg þær bestu og mat íbúanna að grænmeti eigi ekki heima í Ávaxtakörfu. Blaðamaður Feykis spurði Geddu nokkurra spurninga.
Meira

Malen í fjórða sætinu með Anywhere ... eða reyndar á toppnum!

„Anywhere er um kærasta minn svo það er svona væmið og krúttó,“ segir Malen Áskelsdóttir tónlistarkona þegar Feykir spyr hana um hvað lagið Anywhere sé, en það var í vikunni í fjórða sæti Vinsældalista Rásar2.
Meira

Vaxtaverkir | Leiðari 38. tölublaðs Feykis

Það getur verið ágætis sport að setja saman sæmilega vísu. Kannski hefði einhver haldið að nú á tímum samfélagsmiðla þá dytti þessi gamla hugarleikfimi úr tísku en það virðist nú vera öðru nær. Margir hafa gaman af því að reyna sig við þetta púsl og birta sperrtir fram-leiðslu sína á Facebook. En ef menn eru ekki með leikreglurnar á hreinu þá geta þeir fengið yfir sig skammir eða umvandanir frá lærðum í faginu.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna komst einnig í úrslit Málæðis

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að nemendur Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra hefðu sent lag í verkefni Listar fyrir alla sem kallast Málæði og er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum.. Þrjú lög voru valin til að keppa til úrslita og það verður að teljast ansi magnað að auk skólans í Húnaþingi vestra þá var framlag Grunnskólans austan Vatna sömuleiðis valið í úrslit. Glöggir lesendur hafa því væntanlega lagt saman tvo og tvo og komist að þeirri niðurstöðu að tvö af þremur laganna í úrslitum komi frá skólum á Norðurlandi vestra.
Meira

Regus opnar á Skagaströnd

„Landvinningar Regus á Íslandi halda áfram – núna er það Skagaströnd, segir í frétt á vef Skagastrandar.“ Skagaströnd er næsti staðurinn á Íslandskortinu hjá alþjóðlegu skrifstofukeðjunni Regus sem stefnir að enn frekari fjölgun starfsstöðva sinna og vinnurýma á Íslandi. Kaup Regus á húsnæði á Skagaströnd að Túnbraut 1-3 er einn liður í því að stækka og þétta netið á Íslandi.
Meira

ÍR-ingar lagðir í stífbónað parket í Breiðholtinu

Karlalið Tindastóls spilaði sinn annan leik í Bónus-deildinni í gær og nældi í góðan sigur eftir að hafa sýnt sínar verstu og bestu hliðar. Fyrri hálfleikur, og þá sérstaklega annar leikhluti, var kennslubókardæmi um hvernig ekki á að spila vörn á meðan liðið spilaði fína vörn í síðari hálfleik og þá ekki hvað síst framan af fjórða leikhluta þar sem liðið náði 18-0 kafla sem í raun skóp sigurinn. Lokatölur 82-93.
Meira