Fréttir

„Ég bjóst nú ekki við að upplifa stríð“

Það er að verða hálft ár síðan Feykir tók síðast flugið og forvitnaðist um dag í lífi brottflutts. Síðast vorum við í borginn Aachen í Þýskalandi þar sem Sandra Eiðs sagði frá en nú hendumst við yfir Alpana og beygjum í austurveg og stoppum í ísraelsku borginni Eilat við botn Akabaflóa, rétt austan landamæranna að Egyptalandi. Í þessum suðupotti býr Herdís Guðlaug R Steinsdóttir ásamt maka sínum, Grigory Solomatov. Herdís er dóttir Merete og Steina á Hrauni á Skaga og óhætt að fullyrða að Eilat er svolítið annars konar sveit en Skaginn.
Meira

Stefnir í mikinn prjónastemmara á Prjónagleði á Blönduósi

Prjónagleði á Blönduósi verður haldin í áttunda sinn dagana 7.-9. júní næstkomandi en þessi metnaðarfulla hátíð er ætluð áhugafólki um prjónaskap og handavinnu, byrjendum sem lengra komnum. Prjónagleði er haldin af Textílmiðstöð Íslands í samstarfi við heimamenn og ýmsa prjónasérfræðinga. Dagskráin er stútfull af áhugaverðum viðburðum, þar á meðal prjónanámskeiðum, fyrirlestrum, vinnustofum og sýningum. Aðgangur að mörgum viðburðum er ókeypis, en skráning er nauðsynleg fyrir námskeið og vinnustofur. Frekari upplýsingar um dagskrána og skráningu má finna á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands.
Meira

Ferðamálastefna til framtíðar

Nú er sumarið komið og farfuglarnir sem koma með vélknúnum farartækjum til landsins farnir að fara á stjá. Það má með sanni segja að ferðaþjónustan sé orðin lykilatvinnugrein hér á landi og þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hefur aukist ár frá ári. Fjöldi fólks starfar í greininni auk þess sem hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu fer sífellt stækkandi. Aukning í komu ferðamanna til landsins er góð en kallar á sama tíma eftir á skýrri framtíðarsýn í málefnum ferðaþjónustunnar.
Meira

Pavel kveður Tindastól

Merkilegur atburður hefur nú átt sér stað. Í eitt af fáum skiptum í íþróttasögunni hafa þjálfari og félag sammælst í einlægni um starfslok.
Meira

Tónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd

Kirkjukór Hólaneskirkju heldur tónleika í Hólaneskirkju á Skagaströnd fimmtudagskvöldið 30. maí nk. og hefjast tónleikarnir kl.20:00. 
Meira

Engin stig til Stóla á Valsvelli

Ekki reyndist Valsvöllur leikmönnum Tindastóls happadrjúgur í gærkvöldi þegar þeir sóttu lið Knattspyrnufélags Hlíðarenda heim í 4. deildinni. Stólarnir skoruðu fyrsta markið snemma leiks en næstu þrjú mörk voru heimamanna áður en gestirnir löguðu stöðuna. Jöfnunarmarkið leit ekki dagsins ljós og svekkjandi 3-2 tap því staðreynd.
Meira

Yngstu nemendur Höfðaskóla í fjöruferð í blíðunni

Það styttist heldur betur í skólaárinu og senn skoppa skólakrakkarnir út í frelsi sumarsins. Á vef Höfðaskóla á Skagaströnd er sagt frá því að yngstu nemendur skólans hafi í gær verið drifnir í fjöruferðað – enda ekki annað hægt en að nýta veðurblíðuna til gagns og gamans.
Meira

Skagfirskar rætur | Magnús Óskarsson skrifar

Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni.
Meira

Skerða gæti þurft þjónustu sökum manneklu

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar var fjallað um stöðu sumarafleysinga í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra og eldra fólks í Skagafirði. Fram kemur í frétt á netsíðu Skagafjarðar þá vantar enn níu starfsmenn í afleysingar í hin ýmsu störf á öllum starfsstöðum málefna fatlaðs fólks og eldra fólks á Sauðárkróki og Hvammstanga. Um lögbundna mikilvæga þjónustu er að ræða og því mjög alvarlegt að ekki hafi tekist að fá fólk til starfa.
Meira

Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir

Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti.
Meira