Fréttir

Framboð og eftirspurn – sex vikur til kosninga

Nú eru rétt um sex vikur þar til landsmönnum gefst kostur á kjósa til Alþingis á ný í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra taldi að lengra yrði ekki komist í samstarfi Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Forseti Íslands féllst á lausnarbeiðni hans í vikunni og hefur verið ákveðið að Alþingiskosningar verði 30. nóvember. Flokkarnir eru því komnir á fullt í að setja saman lista og gera sig klára í baráttuna um Ísland.
Meira

Kálfshamarsvík númer eitt á forgangslista Húnabyggðar

Húnahornið segir frá því að Kálfshamarsvík sé efst á forgangslista sveitarstjórnar Húnabyggðar vegna styrkumsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025 en umsóknarfrestur rann út í gær. „Þrístapar eru númer tvö á forgangslistanum á eftir Kálfshamarsvík og þar á eftir er göngubrú yfir ós Blöndu, gamli bærinn á Blönduósi og Klifamýri og að lokum náttúruperlan Hrútey,“ segir í fréttinni.
Meira

Haukarnir hans Matés mæta í Síkið í kvöld

Körfuboltinn er kominn á fullt og lið Tindastóls farin að gleðja hjörtu stuðningsmanna. Stelpurnar komnar með tvo nokkuð óvænta sigra og strákarnir með sigur á liði ÍR – langþráður sigur eftir alveg heilar tvær umferðir! Í kvöld mæta Hafnfirðingar í liði Hauka í heimsókn í Síkið og nú er bara að fjölmenna og hvetja strákana til sigurs.
Meira

Teitur Björn sækist eftir efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks

„Ég býð mig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að leggja til að þing verði rofið og þar með boðað til alþingiskosninga var hárrétt. Kyrrstaða í málum sem eru jafn mikilvæg framtíð þjóðarinnar og raun ber vitni er óásættanleg,“ segir í tilkynningu frá Teiti Birni Einarssyni, öðrum þingmanni Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Þrælfyndin sýning þrátt fyrir alvarleika boðskaparins | Hanna Bryndís Þórisdóttir skrifar

Undirrituð brá sér af bæ og tók stefnuna á Bifröst til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur með tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur.
Meira

Opnað fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir geta sótt um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins. Veittar verða allt að 150 milljónir kr. í þessum tilgangi af byggðaáætlun.
Meira

Flunkunýr Feykir kominn út

Það klikkaði ekki í morgun frekar en allflesta miðvikudag1 að Feykir kom ylvolgur úr prentun í Hafnarfirði. Blaðið er í klassísku 12 síðna Feykis-broti og prentað í fjórlit. Að þessu sinni er opnuviðtalið við Óla Björn Pétursson sem auk þess að starfa í Mjólkursamlagi KS rekur filmufyrirtækið Filmbase á Króknum.
Meira

Tímalaus klassík í Bifröst

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi í gær þriðjudaginn 15. október, Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur en tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Ávaxtakarfan er orðin að tímalausri klassík á Íslandi og gaman frá því að segja að í ár eru 20 ár síðan Leikfélag Sauðárkróks setti Ávaxtakörfuna á svið.
Meira

Víða hálka á Norðurlandi vestra

Það voru kannski fleiri en blaðamaður Feykis sem trúði því ekki að skipta þyrfti um dekk á bílnum alveg strax og áttu jafnvel von á því að þetta tæki stutt af og færi jafn hratt og það kom. Skemmst er frá því að segja að bíllinn minn á tíma í dekkjaskipti á morgun og stóð tæpt að blaðamaður kæmist til vinnu í morgun, slík var hálkan að heiman til vinnu.
Meira

Aldrei fleiri útskrifast á einu ári

Brautskráning Háskólans á Hólum að hausti fór fram föstudaginn síðastliðinn, 11. október og hafa aldrei verið fleiri brautskráningar að hausti en nú. Alls voru 50 nemendur brautskráðir að þessu sinni. Í vor voru brautskráðir 43 nemendur svo þetta er metfjöldi.
Meira