Gyrðir Elíasson tók við Tranströmer-verðlaununum í gær

Gyrðir tekur við verðlaununum í gær. MYND AF FACEBOOK
Gyrðir tekur við verðlaununum í gær. MYND AF FACEBOOK

Í byrjun sumars var það tilkynnt að Gyrðir Elíasson, skáldið góða af Hólmagrundinni á Sauðárkróki, hafi hlotið sænsku Tranströmer-verðlaunin og í gær tók hann við verðlaununum á Bókmenntahátíðinni í Västerås í Svíþjóð. Samhliða því var úrval ljóða hans gefið út í sænskri þýðingu.

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár fyrir afburðaskáldskap í anda sænska ljóðskáldsins sem verðlaunin eru kennd við, Tomas Tranströmer, en hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2011. Í rökstuðningi valnefndar verðlaunanna segir að ljóð Gyrðis hafi „með glettni og undrun varðveitt þúsundir augnablika þar sem tilveran er fallvölt.“

Gyrðir ólst upp á Sauðárkróki en hann býr nú í Suðurnesjabæ og starfar sem skáld, þýðandi og myndlistarmaður.

Feykir óskar Gyrði til hamingju með verðlaunin en hann svaraði einmitt Bók-haldi Feykis í sumarlok >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir