Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum sameinast um háskólasamstæðu
feykir.is
Skagafjörður
22.05.2024
kl. 09.49
Háskóli Íslands (HÍ) og Háskólinn á Hólum (HH) hafa komið sér saman um grunnatriði stjórnskipulags háskólasamstæðu. Um er að ræða stórt skref í átt að sameiningu skólanna tveggja í háskólasamstæðuna, sem fýsileikagreining gaf til kynna að yrði farsælt skref. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir að mikil uppbygging á sérhæfðu kennslu- og rannsóknahúsnæði á Hólum og á Sauðárkróki sé áætluð samhliða myndun háskólasamstæðunnar til að standa undir eflingu náms og rannsókna tengdum lagareldi, ferðaþjónustu og íslenska hestinum.
Meira