Fréttir

Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum sameinast um háskólasamstæðu

Háskóli Íslands (HÍ) og Háskólinn á Hólum (HH) hafa komið sér saman um grunnatriði stjórnskipulags háskólasamstæðu. Um er að ræða stórt skref í átt að sameiningu skólanna tveggja í háskólasamstæðuna, sem fýsileikagreining gaf til kynna að yrði farsælt skref. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir að mikil uppbygging á sérhæfðu kennslu- og rannsóknahúsnæði á Hólum og á Sauðárkróki sé áætluð samhliða myndun háskólasamstæðunnar til að standa undir eflingu náms og rannsókna tengdum lagareldi, ferðaþjónustu og íslenska hestinum.
Meira

Kynningarefni vegna kosninga um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar

Húnabyggð og Skagabyggð hafa sett á vefsíður sínar kynningarefni vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna, sem fram fara 8. til 22. júní næstkomandi. Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér efnið. Áætlað er að halda íbúafund í Skagabúð mánudaginn 3. júní klukkan 20 og í Félagsheimilinu á Blönduósi þriðjudaginn 4. júní kl. 20. Boðið verður upp á rafrænan aðgang að fundunum.
Meira

Samið við sjúkraþjálfara eftir fjögurra ára samningsleysi

Það gleður eflaust margan manninn að nýr samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Félags sjúkraþjálfara til fimm ára var undirritaður í dag og staðfestur af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. Á vef stjórnarráðsins er haft eftir Willum: „Þetta eru mikil tímamót eftir rúmlega fjögurra ára samningsleysi sem hefur bitnað á notendum þjónustunnar. Með samningnum falla niður aukagjöld sem lögð hafa verið á þjónustuþega. Samningurinn stuðlar þannig að auknum jöfnuði. Jafnframt er kveðið á um margvíslegt þróunar- og gæðastarf þjónustunnar í þágu notenda.“
Meira

Mikið um að vera á Hólum um hvítasunnuna

WR Hólamót – Íþróttamót UMSS og Skagfirðings var haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 17.-19. maí. Þar sem keppt var í Fimmgangi, Fjórgangi, Tölti og Skeiði.
Meira

Átt þú í sambandserfiðleikum?

Á undanförnum árum höfum við í Framsókn talað mikið um mikilvægi fjarskiptainnviða um allt land. Í nútímasamfélagi skipta fjarskipti miklu máli en sem dæmi um fjarskipti má nefna farsímasamband, ljósleiðarasamband og Tetra samband. Á föstudag var ég málshefjandi á sérstakri umræðu um fjarskipti í dreifbýli á Alþingi, við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem fer með þann málaflokk.
Meira

Fjögur víti dæmd í fjörugum jafnteflisleik í Hveragerði

Tindastólsmenn heimsóttu lið Hamars í Hveragerði í dag í 4. deildinni í fótboltanum. Stólarnir unnu fyrsta leikinn í deildinni á dögunum en lið Hamars hafði spilað tvo leiki og unnið báða. Liðin buðu upp á markaleik í dag en skiptu stigunum jafnt á milli sín eftir að dómarinn gaf báðum liðum tvær vítaspyrnur í leiknum – fjórar alls! – þar sem mögulega hefði ekki átt að dæma eina einustu. Lokatölur 3-3.
Meira

Þórir Guðmundur og Eva Rún valin best í vetur

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldið á Kaffi Krók síðastliðið föstudagskvöld og þar var gert upp sögulegt tímabil þar sem karlaliðið stóð ekki undir væntingum en kvennaliðið daðraði við að komast í efstu deild í fyrsta sinn á öldinni. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Eva Rún Dagsdóttir voru valin bestu leikmennirnir af samherjum sínum.
Meira

Vor á ný er fínasta fínt með Slagaarasveitinni

Hið þverhúnvetnska gæðaband, Slagarasveitin, sem skipað er mönnum á besta aldri, sendi í fyrrahaust frá sér samnefnda tólf laga breiðskífu. Útgáfunni fylgdi sveitin eftir með stórtónleikum í Iðnó í Reykjavík 22. september og daginn eftir stigu þeir á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Platan er fáanleg á föstu formi en ekki á Spotify en þangað hafa þeir félagar týnt eitt og eitt lag af plötunni og nú í byrjun maí streymdu þeir laginu Vor á ný.
Meira

Velkomin heim - Helga Einarsdóttir

Helga Einarsdóttir er yngst þriggja systra, dóttir Lillu frá Stóru Seylu, sem kannski ekki allir vita að heitir Margrét Erna Halldórsdóttir, og Einars Sigurjónssonar sem flutti ungur í Skagafjörðinn úr Garðabænum. Betri helmingur Helgu er hrein- ræktað borgarbarn og heitir Daníel Fjeldsted og eru börnin tvö, Kolbrún Ósk 4 ára og Viktor Einar 2 ára. Helga og Danni eins og hún kallar hann fluttu „heim“ í Helgu tilfelli fyrir rétt tæpu ári síðan. Helga er rekstrarverkfræðingur og starfar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Meira

Minni halli á Skagaströnd en áætlanir gerðu ráð fyrir

Húnahornið segir frá því að Sveitarfélagið Skagaströnd hafi skilað 46,8 milljón króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu í fyrra en síðari umræða um ársreikning sveitarfélagsins 2023 fór fram á sveitarstjórnarfundi þann 10. maí sl. Niðurstaðan var þó 8,7 milljónum króna betri en áætlun með viðaukum haft gert ráð fyrir.
Meira