Gaman að vera smá öðruvísi – segir Gedda gulrót

Gedda gulrót. MYND: GG
Gedda gulrót. MYND: GG

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Ávaxtakörfuna þriðjudaginn 15. október. Gedda gulrót er eina grænmetið í Ávaxtakörfunni og lendir þar fyrir slysni. Móttökurnar sem Gedda fær eru ekki alveg þær bestu og mat íbúanna að grænmeti eigi ekki heima í Ávaxtakörfu. Blaðamaður Feykis spurði Geddu nokkurra spurninga.

Hvernig leið þér að koma í Ávaxtakörfuna? - Mér leið vel en svo fann ég fyrir því hvað ég var óvelkomin og það var svolítið erfitt.

Hvernig móttökur fékkstu? Ég fékk alls ekki góðar móttökur þegar þau föttuðu að ég væri grænmeti.

Voru allir góðir við þig þegar þú komst? - Sko ekki fyrst, en svo kynntist ég æðislegu jarðarberi, henni Mæju, og við urðum fljótt vinkonur. Allir ávextirnir vildu senda mig í mygluholuna bara af þvi að ég var grænmeti.

Er gaman að vera eina grænmetið í Ávaxtakörfunni ? - Já, ég myndi segja það, það er alltaf gaman að vera smá öðruvísi en aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir