Fréttir

Áætlanir um tjaldsvæði við Sauðárgil úr sögunni

Skipulagsnefnd Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að hætta við frekari vinnslu á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil þar sem mikil andstaða kom fram við umræddar hugmyndir. Umrætt svæði er afþreyingar- og ferðamannasvæði í gildandi aðalskipulagi og þá samþykkt án athugasemda.
Meira

Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum leikskóla í Varmahlíð

Það var gleðidagur í Varmahlíð í dag þegar börnin á leikskólanum Birkilundi tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum 550 fermetra leikskóla sem á að rísa við hlið Varmahlíðarskóla og rúma 65 börn. Einar E. Einarsson formaður byggðarráðs fór yfir sögu leikskólans í Varmahlíð áður en Kristófer Már Maronsson formaður fræðslunefndar tók svo til máls og óskaði tilvonandi nemendum, starfsfólki, foreldrum og íbúum innilega til hamingju með áfangann. . Það var svo hann Ísak Frosti Holzem sem tók allra fyrstu skóflustunguna áður en restin af börnunum fékk að moka.
Meira

Íslandsmeistarar í minnibolta

Það var stuð og stemmning á Akureyri sl. helgi þegar Tindastólsdrengirnir í minni bolta 11 ára kepptu á síðasta körfuboltamóti vetrarins í Glerárskóla. Strákarnir eru búnir að standa sig ótrúlega vel í allan vetur. Þeir hafa bætt sig jafnt og þétt bæði sem einstaklingar og sem lið og voru búnir að ná að halda sér í A-riðlinum síðustu þrjú fjölliðamót. Staðan fyrir þetta mót var því þannig að til að enda sem Íslandsmeistarar í sínum flokkin þurftu þeir að vinna þrjá leiki af fimm sem og tókst hjá þeim. Ótrúlega flottur hópur sem við eigum vonandi eftir að sjá meira af í framtíðinni á parketinu. 
Meira

Mun sjá til þess að þjóðin ráði örlögum auðlinda sinna | Steinunn Ólína

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir gaf Feyki.
Meira

Strandveiðin gengur vonum framar

„Strandveiðin fer vel af stað og nægur fiskur í sjónum. Auðvitað eru dagar misjafnir og menn með mismikið en almennt eru menn að ná skammtinum og mikið líf og fjör sem fylgir þessari vertíð,“ sagði Baldur Magnússon hjá Skagastrandarhöfn þegar Feykir innti hann eftir því fyrir um viku hvernig strandveiðin færi af stað.
Meira

Fólk ætti að velja málstað – svo manneskju | Eiríkur Ingi

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Eiríkur Ingi Jóhannsson gaf Feyki.
Meira

Hér sé stuð!

Gleði og skemmtun eru grundvallaratriði fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í hraða og álagi nútímasamfélagsins getur verið auðvelt að gleymast í streitunni og skyldunum, en að gefa sér tíma til að njóta lífsins getur haft djúpstæð áhrif á heilsu okkar og hamingju. Þegar við leyfum okkur að skemmta okkur, losum við um streitu, aukum sköpunargleði og styrkjum félagsleg tengsl. Skemmtun er ekki bara lúxus heldur nauðsynlegur þáttur í að viðhalda jafnvægi og heilbrigði í daglegu lífi.
Meira

Jákvæðnin er framar mínum björtustu vonum | Baldur Þórhallsson

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Baldur Þórhallsson gaf Feyki.
Meira

Stemmingin, gleðin og ánægjan er það besta við Bjórhátíðina á Hólum

Bjórhátíðin á Hólum er nú um helgina í Hjaltadalnum, nánar tiltekið í íþróttasal Hólaskóla á milli kl. 15 og 19. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem ein helsta bjórhátíð landsins en í kynningu segir að flest öll brugghús muni mæta á hátíðina og munu gestir geta smakkað bjór frá þeim að vild – eða þangað til kútarnir tæmast. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir einn höfuðpaura hátíðarinnar, Bjarna Kristófer Kristjánsson, hjá Bjórsetri Íslands.
Meira

Ein með öllu – nú eða einn... | Leiðari 20. tölublaðs Feykis

Það er ekkert víst að allir séu sammála en flestir taka sennilega undir að Guðni Jóhannesson forseti hefur verið forseti fólksins. Vingjarnlegur, grínaktugur og sanngjarn, hreinn og beinn, staðið við bakið á landsmönnum í blíðu og stríðu og virtist nær alltaf til í spjall. Já og eldklár.
Meira