Ríkisstjórnarsamstarfinu slitið og kosningar væntanlega í nóvember

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við 9. apríl 2024 í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir tók slaginn í forsetakosningunum. MYND: STJÓRNARRÁÐIÐ
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við 9. apríl 2024 í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir tók slaginn í forsetakosningunum. MYND: STJÓRNARRÁÐIÐ

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem á annað borð hefur fylgst með dramatíkinni á stjórnarheimilinu að samstarfið hefur um tíma hangið á bláþræði. Í dag kallaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra til fundar í Stjórnarráðinu þar sem hann tilkynnti að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna hafi verið slitið.

Fram kemur í frétt á mbl.is að Bjarni hafi greint frá því að hann hafi upp­lýst for­menn Fram­sókn­ar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyr­ir for­seta Íslands til­lögu um þingrof og alþing­is­kosn­ing­ar í nóv­em­ber. Hef­ur hann þegar haft sam­band við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands og mun hann fara á henn­ar fund á morg­un, mánu­dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir