Ríkisstjórnarsamstarfinu slitið og kosningar væntanlega í nóvember
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem á annað borð hefur fylgst með dramatíkinni á stjórnarheimilinu að samstarfið hefur um tíma hangið á bláþræði. Í dag kallaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra til fundar í Stjórnarráðinu þar sem hann tilkynnti að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna hafi verið slitið.
Fram kemur í frétt á mbl.is að Bjarni hafi greint frá því að hann hafi upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Hefur hann þegar haft samband við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og mun hann fara á hennar fund á morgun, mánudag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.