Fellsborg til leigu

Félagsheuimilið Fellsborg. Mynd: Skagaströnd.is.
Félagsheuimilið Fellsborg. Mynd: Skagaströnd.is.

Sveitarstjórn Skagastrandar ákvað á fundi sínum þann 21. maí sl. að auglýsa Fellsborg, félagsheimilið í bænum, til leigu ásamt því að auglýsa eftir aðilum til þess að sjá um skólamötuneyti Höfðaskóla. Á heimasíðu sveitarfélagsins er óskað eftir rekstraraðilum fyrir Fellsborg og skólamáltíðirnar saman þar sem skólamötuneytið er staðsett í Fellsborg.

„Félagsheimilið Fellsborg var byggt árið 1965. Í húsinu eru 2 misstórir salir, sem nýttir hafa verið til skemmtanahalds, leiksýninga, ættarmóta, fatamarkaða og fl. Bókasafn Sveitarfélagsins er á neðri hæð sem og félagsstarf eldri borgara. Kvenfélagið Eining og UMF Fram hafa þar einnig aðstöðu. Við húsið er íþróttavöllur staðarins og einnig ágæt aðstaða fyrir tjöld og tjaldvagna sem hefur einkum verið nýtt í tengslum við ættarmót sem haldin eru í húsinu. Eldhús Fellsborgar var nýlega gert upp á glæsilegan máta. Framkvæmdir utandyra hófust á húsinu sl. sumar og munu þær klárast fyrir haustið,“ segir á Skagaströnd.is en umsóknarfrestur rennur út 15. júní nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir