Fyrsta framhaldsprófið í söng frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.05.2021
kl. 14.18
Eyþór Franzson Wechner, Elvars Logi, Ólafur Rúnarsson og Höskuldur Sveinn Björnsson. Mynd af hunathing.is.
Í gær voru haldnir burtfararprófstónleikar Elvars Loga Friðrikssonar í Blönduóskirkju en Elvar Logi þreytti framhaldspróf í klassískum söng undir leiðsögn Ólafs Rúnarssonar söngkennara og Elinborgar Sigurgeirsdóttur fv. skólastjóra og tónfræðikennara, og voru tónleikarnir hluti af því.
Á vef Húnaþings vestra kemur fram að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem nemandi þreytir framhaldspróf í söng frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra og því stór áfangi í sveitarfélaginu. „Elvar Logi fékk frábæra einkunn eða 9.2 í prófinu. Meðleikari var Eyþór Franzson Wechner og með honum á gítar í tveimur lögum var Höskuldur Sveinn Björnsson,“ segir á Hunathing.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.