Fyrsta framhaldsprófið í söng frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Eyþór Franzson Wechner, Elvars Logi, Ólafur Rúnarsson og Höskuldur Sveinn Björnsson. Mynd af hunathing.is.
Eyþór Franzson Wechner, Elvars Logi, Ólafur Rúnarsson og Höskuldur Sveinn Björnsson. Mynd af hunathing.is.

Í gær voru haldnir burtfararprófstónleikar Elvars Loga Friðrikssonar í Blönduóskirkju en Elvar Logi þreytti framhaldspróf í klassískum söng undir leiðsögn Ólafs Rúnarssonar söngkennara og Elinborgar Sigurgeirsdóttur fv. skólastjóra og tónfræðikennara, og voru tónleikarnir hluti af því.

Á vef Húnaþings vestra kemur fram að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem nemandi þreytir framhaldspróf í söng frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra og því stór áfangi í sveitarfélaginu. „Elvar Logi fékk frábæra einkunn eða 9.2 í prófinu. Meðleikari var Eyþór Franzson Wechner og með honum á gítar í tveimur lögum var Höskuldur Sveinn Björnsson,“ segir á Hunathing.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir