Mikið um framkvæmdir á Blönduósi

Framkvæmdir á Blönduósi. Mynd: Höskuldur Birkir Erlingsson.
Framkvæmdir á Blönduósi. Mynd: Höskuldur Birkir Erlingsson.

Um þessar mundir eru menn stórhuga á Blönduósi og mikið er um nýjar framkvæmdir, þar bæði íbúðarhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Búið er að reisa 5 íbúða raðhús við Sunnubraut sem verða tilbúnar til afhendingar í sumar og byrjað er byggja tveggja íbúða parhús við Smárabraut.

Laugardaginn 8. Maí var fyrsta skóflustungan tekin að nýju iðnaðarhúsnæði á Blönduósi, en það mun hýsa starfsemi Vilko, Náttúrusmiðjunar og Foodsmart. Einnig er verið að undirbúa komu nýrrar brúar í Hrútey, en hún mun bæta aðgengi í eyjuna til muna.

Það var síðan í byrjun apríl sem að fyrsta skóflustungan var tekin að tæplega 1800 fermetra límtréshús að Miðholti á Blönduósi en það mun koma til með að hýsa ýmiskonar starfsemi, m.a. Björgunarfélagið Blöndu á Blönduósi. 

Það er ljóst að framgangurinn er mikill á Blönduósi og nóg um að vera. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir