Atvinnumál kvenna - Styrkúthlutun

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, úthlutaði styrkjum nú á dögunum til Atvinnumála kvenna. Alls bárust 300 umsóknir og af þeim hlutu 44 verkefni styrki. Fjögur verkefni af 44 koma af Norðurlandi vestra. SSNV greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir hlaut styrk til að gera viðskiptaáætlun fyrir verkefnið „Lífræn blóm í matinn“. Greta Clough hlaut styrk til hönnunar á húsnæði og markaðssetningu fyrir verkefnið „Stúdíó Handbendi“. Ingveldur Ása Konráðsdóttir hlaut styrk til að gera viðskiptaáætlun fyrir verkefnið „Hólakot hundahótel og þjálfun“. Að lokum hlaut María Eymundsdóttir styrk til að gera viðskiptaáætlun fyrir verkefnið „Hagnýting burnirótar“.

Feykir óskar þessum konum til hamingju og hlakkar til að fylgjast með þeim og verkefnum þeirra áfram.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir