Markaðsráð Kindakjöts auglýsir eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða

Mynd: Vísindavefurinn
Mynd: Vísindavefurinn

Markaðsráð Kindakjöts hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. Auglýst er eftir umsóknum og styrkjum úthlutað tvisvar á ári. Einstaklingar, hópar, félög, samtök, rannsóknarstofnanir, háskólar og fyrirtæki geta sótt um styrki vegna sauðfjárafurða hjá Markaðsráði Kindakjöts. Greint er frá þessu á vef SSNV.

Eftirfarandi skal fylgja styrkumsókn:

Listi yfir þá sem eiga aðild að verkefninu.

Yfirlit um tilgang og markmið verkefnis.

Tímaáætlun verkefnisins og upplýsingar um helstu áfanga þess.

Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild.

Upplýsingar um hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar eða nýttar.

Markaðsráðs Kindakjöts ákvarðar um úthlutun og veitir umsagnir um allar þær umsóknir sem berast. Þau verkefni sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og teljast nýsköpun, vöruþróun og kynningar- eða markaðsstarf eru talin styrkhæf. Meðmæli markaðsráðs er talin forsenda styrkveitingar.

Skýrslu þar sem lagt er mat á framgang verkefnisins og hverju það hafi skilað skal skilað eigi síðar en 6 mánuðum eftir að því líkur af styrkþega til Markaðsráðs Kindakjöts.

Hægt er að hafa samband við ráðgjafa SSNV, Kolfinnu á kolfinna@ssnv.is eða í síma 863-6345 og Sveinbjörgu á sveinbjorg@ssnv.is eða í síma 866-5390, fyrir frekari ráðgjöf og aðstoð við umsóknargerð.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir