Hrútey hlýtur styrk frá Ferðamálastofu

Hrútey. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.
Hrútey. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.

Í fundargerð byggðarráðs Blönduósbæjar 26. Maí sl.  kom fram staðfesting á því að ferðamálastofa hafi veitt Hrútey styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 15 milljóna króna.

Áætlað er að styrkurinn fari í þær framkvæmdir sem eiga sér stað í Hrútey en fyrirhugað er að koma fyrir nýrri brú í eyjuna og er sú framkvæmd farin af stað. Brúin er reyndar ekki ný en á vef Blönduósbæjar  kemur eftirfarandi fram:

Nýja brúin í Hrútey er gamla Blöndubrúin sem var vígð 1897, árið 1962 var hún flutt fram í Svartárdal og brúaði þar Svartá við Steinárbæina og stóð þar í tæp 40 ár. Brúin var aftur flutt á Blönduós og hefur nú fengið yfirhalningu og mun þjóna nýjum tilgangi sem göngubrú yfir í Hrútey og mun brúin verða tengd gönguleiðum beggja vegna og að lokum verður núverandi göngubrú fjarlægð“.

Styrkveitingin mun nýtast við uppsteypun á undirstöðun fyrir brúnna, ásamt því að smíðað hefur verið nýtt gólf í hana og komið upp nýjum handriðum. 

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir