Ferðagjöfinni eytt fyrir 18 milljónir á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.06.2021
kl. 11.49
Í gær rann ferðagjöfin fyrir árið 2020 út, en hún hafði verið framlengd til 1. júní. Samkvæmt Mælaborði Ferðaþjónustunnar var Ferðagjöfinni eytt fyrir að andvirði 18 milljóna króna á Norðurlandi vestra. Átta milljónum var eytt afþreyingu, öðrum átta milljónum í gistingu og svo urðu þrjár milljónir eftir á veitingastöðum á svæðinu.
Ef við horfum í stök fyrirtæki sjáum við að 1238 : The Battle Of Iceland var vinsælasti ferðagjafastaðurinn á Norðurlandi vestra en þarf var eytt um fjórum milljónum króna í formi ferðagjafar. Þar á eftir kom síðan Hótel Laugarbakki með rúmlega 1,6 milljónir.
Ferðagjöfinn fyrir árið 2021 er komin út og hægt er að nálgast hana hér.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.