A-Húnavatnssýsla

Ráðstefnan Orka, atvinnulíf og nýsköpun í Árgarði í dag

Í tengslum við haustþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er blásið til ráðstefnu um orku, atvinnumál og nýsköpun. Ráðstefnan, sem hefst kl. 13:00 í dag, verður haldin í félagsheimilinu Árgarði á Steinsstöðum í Skagafirði. Ráðstefnan er opin öllum áhugasömum og aðgangur frír.
Meira

Leggur til að verslunum verði heimilt að selja lausasölulyf

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, mælti í gær fyrir frumvarpi sínu til breytinga á lausasölulyfjum. Þetta mun vera fyrsta lagafrumvarpið sem hún mælir fyrir en með því er lagt til afnám skilyrða lyfjalaga um að undanþága til sölu á tilteknum sölulyfjum í almennum verslunum megi aðeins veita þar sem ekki er starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú.
Meira

Líf og fjör á Landbúnaðarsýningu

Vörusmiðjan átti öfluga fulltrúa að þessu sinni á Landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll síðastliðna helgi. Þær systur Þórhildur og Auðbjörg stóðu vaktina f.h. Vörusmiðjunnar og gerðu sér lítið fyrir og lögðu bíl smáframleiðanda á besta stað inni í höllinni.
Meira

Til fjalla ræður vatnahalli merkjum - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Aðalmeðferð vegna þjóðlendukrafna ríkisins á hendur landeigendum í Ísafjarðasýslum fór fram í fimm málum 4. og 5. október sl. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á þriðjudeginum 4. október fórum fram skýrslutökur og málflutningur í málum nr. 1–3/2021, sem er í máli nr. 1; fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar, máli nr. 2; fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, og máli nr. 3; fjallendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals. Á miðvikudeginum 5. október var aðalmeðferð í máli nr. 4; fjalllendi milli Önundar-, Súganda-, Skutuls- og Álftafjarða auk Stigahlíðar og Hestfjalls, og máli nr. 5; fjalllendi við Glámu auk almenninga við Hestfjörð, Skötufjörð og Ísafjörð. Samtals eru átta mál til meðferðar í Ísafjarðarsýslum.
Meira

Að girnast uxa eða asna náunga síns :: Leiðari Feykis

Ég brosti í kampinn þegar ég las frétt Vísis um það að nú væru börnum í Vídalínskirkju í Garðabæ ekki lengur kennd boðorðin tíu eins og venja hefur verið á Íslandi. Það síðasta var klippt af svo boðorðin eru þar núna einungis níu.
Meira

Vörðum leiðina saman – Skráningu lýkur í dag

Í október býður innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Fundur fyrir íbúa Norðurlands vestra verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 20. október kl. 15-17.
Meira

Nýr umferðarvefur – umferdin.is

Umferdin.is, nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar verður tekinn í notkun og kynntur á morgunfundi Vegagerðarinnar í fyrramálið, fimmtudaginn 20. október, milli klukkan 9 og 10:15. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ og opið er meðan húsrúm leyfir, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni sem ætlar að hafa heitt á könnunni og kleinur með kaffinu.
Meira

Félagafrelsi á vinnumarkaði

Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Meginmarkmið frumvarpsins eru að tryggja rétt launamanna til að velja sér stéttarfélag, leggja bann við forgagnsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda rétt launamanna til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem þeir tilheyra ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum.
Meira

Byggðastofnun leitar að nýjum forstöðumanni fyrirtækjasviðs

Byggðastofnun leitar að öflugum og traustum einstaklingi til starfa sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs. Starfsstöð er í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á byggðamálum og metnað til þess að jafna tækifæri landsmanna allra til atvinnu og búsetu. Forstöðumaður fyrirtækjasviðs er jafnframt staðgengill forstjóra og varaformaður lánanefndar.
Meira

Rjúpnaveiðimenn hvattir til að sýna hófsemi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest tillögur Umhverfisstofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða ársins 2022 þar sem veiðitímabil stendur yfir í 24 daga, frá 1. nóvember - 4. desember í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur.
Meira