Nýr umferðarvefur – umferdin.is
Umferdin.is, nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar verður tekinn í notkun og kynntur á morgunfundi Vegagerðarinnar í fyrramálið, fimmtudaginn 20. október, milli klukkan 9 og 10:15. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ og opið er meðan húsrúm leyfir, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni sem ætlar að hafa heitt á könnunni og kleinur með kaffinu.
Fundinum verður einnig streymt á vef Vegagerðarinnar og Facebook, en hlekk á streymið má finna HÉR, og verður hægt að senda inn spurningar á Sli.do. Lykilorðið er #umferdin.
Skráning fer fram HÉR sem koma í Suðurhraun.
Dagskrá fundarins:
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, setur fundinn.
Hvað felst í nýjum vef? Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar kynnir umferdin.is.
TomTom Traffic interpretation of the Vegagerdin incident feeds. Robin Tenhagen frá TomTom segir frá reynslu fyrirtækisins af því að nýta umferðar- og færðarupplýsingar Vegagerðarinnar.
Systurvefurinn sjolag.is Helgi Gunnarsson, verkfræðingur á hafnadeild Vegagerðarinnar segir frá vefnum sjólag.is sem hefur verið í notkun um nokkra hríð.
Nýi vefurinn, umferdin.is, mun leysa af hólmi hið vel þekkta færðarkort Vegagerðarinnar þar sem vegfarendur hafa kynnt sér aðstæður á vegakerfinu hingað til og segir í tilkynningu Vegagerðarinnar að hann sé mun nútímalegri, færðarkortið sé t.d. þysjanlegt, og mun þægilegra í notkun í snjalltækjum. Nýr vefur mun einnig gefa tækifæri til frekari framþróunar.
„Ánægjulegt er að fá fulltrúa frá TomTom sem er með leiðsögutæki til að ræða um reynsluna af því að nýta vefþjónustur Vegagerðarinnar sem nú eru aðgengilegar í DATEXII, samevrópuskum samskiptastaðli og fóru í loftið fyrir nokkrum misserum til að einfalda erlendum leiðsögutækja fyrirtækjum að birta færðarupplýsingar og aðrar upplýsingar um ástand á íslenska vegakerfinu í rauntíma,“ segir í tilkynningunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.