Ráðstefnan Orka, atvinnulíf og nýsköpun í Árgarði í dag
Í tengslum við haustþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er blásið til ráðstefnu um orku, atvinnumál og nýsköpun. Ráðstefnan, sem hefst kl. 13:00 í dag, verður haldin í félagsheimilinu Árgarði á Steinsstöðum í Skagafirði. Ráðstefnan er opin öllum áhugasömum og aðgangur frír.
Dagskrá ráðstefnunnar verður á þennan veg:
13:00 | Vilhjálmur Árnason setur ráðstefnu
Alþingismaður og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar
13:20 | Ragnar K. Ásmundsson
Verkefnastjóri Orkusjóðs og orkuverkefna
Orkustofnun
13:40 | Valtýr þórisson
Forstöðumaður áætlanadeildar Vegagerðarinnar
Vegagerðin og hjóla- og göngustígar – Fyrirkomulag og helstu verkefni utan höfuðborgarsvæðis
14:00 | Ragnhildur Friðriksdóttir
Byggðastofnun
Áhrif loftslagsbreytinga á sveitarfélög - Hvað er raunverulega í húfi?
Hlé
14:45 | Anna Lind & Magnús Barðdal
Verkefnastjórar Norðanáttar
Kynning á Norðanátt
15:10 | Pálmi Freyr Randversson
Framkvæmdastjóri Kadeco
Tækifærin við Keflavíkurflugvöll
15:30 | Katrín M. Guðjónsdóttir
Framkvæmdastjóri SSNV
Samantekt
Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna: https://forms.gle/eeTmYLTYifCHxKvMA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.