A-Húnavatnssýsla

Viðarsson frá Hofi valinn besti hrúturinn

Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt í gær lambhrútasýningu í Hvammi í Vatnsdal. Góð mæting var á viðburðinn, bæði af fólki og fénaði. Í flokki mislitra stóð efstur Grettissonur frá Akri. Í flokki kollóttra stóð efstur Fálkasonur frá Kornsá. Í flokki hyrntra stóð efstur Viðarssonur frá Hofi, og var hann jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.
Meira

Norðan stormur og talverð slydda eða snjókoma – Minnir á desemberhvellinn 2019

Það er skammt stórra högga á milli hjá lægðum haustsins en spáð er miklum norðanhvelli snemma á sunnudagsmorgun svo allir landshlutar eru ýmist litaðir gulum eða appelsínugulum viðvörunum en allt frá Ströndum að Glettingi á Austurlandi, ásamt miðhálendi er appelsínugult ástand, annað gult. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tekur viðvörunin gildi kl 8 á sunnudagsmorgun og linnir ekki fyrr en upp úr klukkan tvö aðfararnótt mánudags.
Meira

Sérstakar aðgerðir til að liðka fyrir ráðningum - Starfsfólk vantar á leikskóla á Blönduósi

Á fundi sveitarstjórnar Húnabyggðar, sem haldinn var 13. september sl. voru samþykktar sérstakar aðgerðir til að liðka fyrir ráðningum starfsfólks við leikskóla Húnabyggðar.
Meira

Hrefna ráðin sviðstjóri skógarþjónustu

Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur á Silfrastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, hefur verið ráðin í stöðu sviðstjóra skógarþjónustu hjá Skógræktinni. Tekur hún við stöðunni 1. desember. Á heimasíðu Skógræktarinnar kemur fram að tíu umsóknir hafi borist í starfið, sem auglýst var í liðnum mánuði.
Meira

Hvorki frumleg né óumdeilanleg hugmynd að nýrri hugsun, segir Haraldur Benediktsson um nýja nálgun í vegagerð

Fundur um nýja nálgun í vegagerð var haldinn á Hvammstanga sl. þriðjudagskvöld en þar kynnti Haraldur Benediktsson, alþingismaður, tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes. Auk erindis Haraldar, fjallaði Gísli Gíslason, nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi og fv. stjórnarformaður Spalar, um samstarf um samgönguframkvæmdir.
Meira

Norskir fyrirlesarar kynna á Hólum rannsókn sína um hross í umferð og hættur á vegum

Á morgun, fimmtudaginn 6. október, verður haldinn fyrirlestur heima á Hólum þar sem norskt rannsóknarfólk mun kynna niðurstöður sínar úr rannsókn sem það gerði vegna hesta og öryggi knapa í umferðinni. Einnig verða tryggingamál og reglur sem gilda fyrir umferðarslys í tengslum við hesta og önnur dýr.
Meira

Gul veðurviðvörun í kortunum

Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra en þar ríkir allhvöss norðanátt samfara mikilli rigningu á láglendi en slyddu eða snjókomu á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það t.d. við um Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Þá má búast við vexti í ám og lækjum og auknum líkum á skriðuföllum og grjóthruni þar sem það á við. Á vef Vegagerðarinnar segir að krapi sé á Holtavörðuheiði, snjóþekja á Þverárfjalli og hálkublettir á Öxnadalsheiði og Vatnsskarði.
Meira

Háskólinn á Hólum eykur samstarf við aðra háskóla

Sem lítill, en framsækinn háskóli hefur Háskólinn á Hólum beitt sér fyrir auknu samstarfi við aðra háskóla. Með því er hægt að samnýta styrki skólanna og minnka kostnað beggja aðila. Fyrsta samstarfsverkefnið í þessari umferð var á sviði mannauðsráðgjafar. Þar sáu bæði Háskólinn á Hólum og Listaháskóli Íslands möguleika á að bæta þjónustu til starfsmanna sinna með samstarfi á milli skólanna. Því ákváðu skólarnir að ráða í nýja stöðu, þar sem skólarnir deila mannauðsráðgjafa.
Meira

Eldur kviknaði í bifreið við Blönduós

Á Facebook-síðu Brunavarna Austur-Húnvetninga kemur fram að eldur hafi kviknað í dísel bifreið á þjóðvegi 1 rétt vestan við Blönduós sl. sunnudag. Fjögra manna fjölskylda var í bifreiðinni en sakaði ekki.
Meira

Brúðuleikhús er hreint alls ekki bara fyrir börn :: Alþjóðlega brúðulistahátíðin á Hvammstanga

Um næstu helgi fer fram alþjóðlega brúðulistahátíðin HIP Fest (Hvammstangi International Puppetry Festival). Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin fer fram en hún hefst föstudaginn 7. október og stendur fram á sunnudag 9. október. Mikilvægt að mynda góð tengsl við þessa erlendu listamenn upp á framtíðar samvinnu, segir Greta Clough.
Meira