A-Húnavatnssýsla

Þýðing nagladekkjagjalds?

Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. Að mati stofnunarinnar er hægt að draga úr svifryksmengun með slíkri aðgerð. Vissulega er svifryksmengun skaðvaldur á lýðheilsu fólks, og okkur ber að tryggja viðunandi umhverfisgæði. Hins vegar staldra margir, af góðri ástæðu, við þessa hugmynd.
Meira

Öllu er afmörkuð stund :: Leiðari Feykis

Það er fjör í pólitíkinni þessa dagana, ný forysta tekin við í Samfylkingunni, eftir vel heppnaðan landsfund um helgina, og það stefnir í harðan formannsslag hjá Sjálfstæðisfólki um næstu helgi en þá fer fram landsfundur flokksins.
Meira

Háskólinn á Hólum varðveitir Sleipnisbikarinn, merkasta verðlaunagrip íslenskrar hestamennsku

Háskólanum á Hólum hefur verið falið að varðveita á milli Landsmóta hestamanna en samkomulag þess efnis var undirritað sl. föstudag í húsakynnum Söguseturs íslenska hestsins á Hólum. Það var Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, sem fól rektor skólans, Hólmfríði Sveinsdóttur, að varðveita gripinn, sem sagðist þakka traustið og virðinguna sem skólanum væri sýndur.
Meira

Bauð sig fram til formanns til að leiða breytingar í Samfylkingunni

Á landsfundi Samfylkingarinnar, sem haldinn var um helgina á Grand Hotel í Reykjavík, var Kristrún Frostadóttir kjörin formaður Samfylkingarinnar en enginn bauð sig fram á móti henni. Hlaut hún 94,59 % greiddra atkvæða en á kjörskrá voru 382 og kjörsókn 77,49%. Lýsti hún yfir í ræðu sinni að meginverkefni Samfylkingarinnar næsta árið yrði m.a. að opna flokkinn með því að halda áfram að eiga umfangsmikið samtal við fólk um land allt.
Meira

Syndum – landsátaks í sundi hefst í dag

Í dag, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10:00, verður landsátakið Syndum sett með formlegum hætti í Laugardalslauginni. Að átakinu stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem er heilsu- og hvatningarátak í sundi og stendur frá 1.- 30. nóvember.
Meira

Vöðvasullur í sauðfé – Eigendur hvattir til að láta hreinsa hunda sína

Eins og oft áður hafa eftirlitsdýralæknar Matvælastofnunar orðið varir við vöðvasull í sauðfé frá nokkrum bæjum á yfirstandandi sláturtíð og segir Sigríður Björnsdóttir, héraðsdýralæknir NV- umdæmis að vöðvasullur hafi aðeins verið að sýna sig umdæminu.
Meira

Textílmiðstöðin með fjölþjóðlega vinnustofu á Blönduósi

Nú í síðustu viku október tók starfsfólk Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi á móti samstarfsaðilum sínum í evrópska rannsóknarverkefninu Centrinno. Heimsóknin var hluti af haustfundi verkefnisins og til Blönduóss komu samstarfsaðilar frá Barcelona og Genf en fundað var á sama tíma í París og Mílanó. Jafnframt sóttu fundinn fulltrúar frá París og Amsterdam og samstarfsaðilar í Háskóla Íslands.
Meira

Mögulegt að flýta framkvæmdum við Vatnsnesveg, segir Unnur Valborg, sveitarstjóri

Feykir hafði samband við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitastjóra Húnaþings vestra og spurði hvernig henni litist á þá nálgun Haraldar Benediktssonar, alþingismanns, sem hann sagði frá á Hvammstanga í upphafi mánaðar. Þar kynnti Haraldur tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes. Hefur þessi hugmynd vakið mikla athygli en hann sagði hana hvorki frumlega né óumdeilanlega en ætlunin væri að flytja sérstakt þingmannafrumvarp til að hún fái framgang í stjórnkerfinu.
Meira

Stefnir í fróðlega og skemmtilega samkomu í Kakalaskála

Flugumýrarbrenna og hefnd Gissurar kallast viðburður helgaður Sturlungu sem fram mun fara í Kakalaskála í Skagafirði laugardaginn 29. október og hefst kl. 14:00. Í eldlínunni verða miklir kappar og sérfræðingar í Sturlungatímum; Óttar Guðmundsson geðlæknir, Einar Kárason rithöfundur og Sigurður Hansen staðarhaldari.
Meira

Ný færanleg hraðamyndavél tekin í notkun hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra

Embætti lögreglunnar á Norðurlandi vestra hefur tekið í notkun nýtt tæki sem auðvelda mun starf lögreglunnar við umferðareftirlit. Tækið er færanleg hraðamyndavél, auðveld í meðförum, sem hægt er að staðsetja nánast hvar sem segja þeir Ívar Björn Sandholt Guðmundsson lögregluþjónn, og Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn.
Meira