Líf og fjör á Landbúnaðarsýningu

Systurnar Auðbjörg (t.v.) og Þórhildur (t.h.) stóðu vaktina f.h. Vörusmiðju BioPol á Landbúnaðarsýningunni um síðustu helgi.
Systurnar Auðbjörg (t.v.) og Þórhildur (t.h.) stóðu vaktina f.h. Vörusmiðju BioPol á Landbúnaðarsýningunni um síðustu helgi.

Vörusmiðjan átti öfluga fulltrúa að þessu sinni á Landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll síðastliðna helgi. Þær systur Þórhildur og Auðbjörg stóðu vaktina f.h. Vörusmiðjunnar og gerðu sér lítið fyrir og lögðu bíl smáframleiðanda á besta stað inni í höllinni.

Gestir gátu því heilsað upp á smáframleiðendur og stundað viðskipti í hinum víðfræga bíl smáframleiðanda. Gerður var afburða góður rómur að bílnum og voru viðskipti með vörur smáframleiðanda nokkuð lífleg. Vörusmiðjan þakkar öllum sem komu við hjá okkur um helgina og minnir á að hægt er að nálgast vörur smáframleiðanda í gegnum netverslun Vörusmiðjunnar Netverslun | Vörusmiðja - BioPol (vorusmidja.is).

Fólki á Norðurlandi vestra gefst einnig tækifæri til þess að nálgast vörur smáframleiðenda í bílnum sem nú er á ferðinni um svæðið.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir