A-Húnavatnssýsla

Bjarni væntir þess að sem flestir þingmenn NV kjördæmis leggist á árarnar í varaflugvallarmálinu

„Það er vaxandi stuðningur við varaflugvöll á Sauðárkróki, bæði í samfélaginu og meðal þingmanna,“ segir Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við Feyki en hann lagði á dögunum fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að gerð verði ítarleg athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, er meðflutningsmaður.
Meira

Ljúffengir fiskréttir - hugmyndir fyrir kvöldmatinn í kvöld

Það er sunnudagur í dag og þá vill oftar en ekki vera eitthvað létt í matinn eftir mikið helgarát. Þá er tilvalið að leita uppi ljúffenga fiskrétti sem vonandi einhverjir geta nýtt sér við eldamennsku í kvöld.
Meira

Ungur verslunarstjóri Kjörbúðarinnar á Blönduósi :: Ævintýri og áskoranir

Samkaup hf. rekur yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og spanna þær allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana en helstu verslunarmerki þess eru: Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Á heimasíðu Samkaups kemur fram að hjá félaginu starfi um 1400 starfsmenn í rúmlega 700 stöðugildum.
Meira

Elska að kenna og búa til hluti

Ég er þriggja barna móðir og starfa sem grunnskólakennari í Árskóla þar sem ég kenni textílmennt og ensku. Ég elska að hjóla úti með hundinn minn og almennt alla hreyfingu en helst í náttúrunni þar sem ég er mikið náttúrubarn. Það gefur mér mikið að geta starfað með börnum að skapa hluti, þó það sé með textílefnum, þá legg ég mikið upp úr endurvinnslu og endurnýtingu í saumastofunni sem sést kannski svolítið á því handverki sem krakkarnir eru að koma með heim úr skólanum. Ég hef nú búið hér í 20 ár, flutti hér Skagafjörðinn 2002 og er það honum Magga í Hestasport að þakka að ég er hér nú því hann var minn fyrsti vinnuveitandi í firðinum þar sem ég kynnti íslenska hestinn fyrir erlendum ferðamönnum.
Meira

Valin í U-15 landsliðið í fótbolta :: Íþróttagarpur Elísa Bríet Björnsdóttir Skagaströnd

Elísa Bríet Björnsdóttir er 14 ára gömul og býr á Skagaströnd. Hún hefur gert það gott í fótboltanum og á dögunum sagði Feykir frá því að hún hafi verið valin í U15 landsliðshóp Íslands. Elísa Bríet hefur æft fótbolta síðan hún var fimm ára gömul og lék með Kormáki/Hvöt/Fram þangað til í fyrra þegar hún söðlaði um og skipti yfir í Tindastól.
Meira

Matgæðingar í tbl 27 - Heimagerðar kjötbollur og djöflakaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 27, 2022, voru Freyja Fannberg Þórsdóttir og Páll Ísak Lárusson og búa þau á Ytra-Skörðugili 1. Þau hafa búið í Skagafirði í rúm tvö ár en í ágúst, í fyrra, fluttu þau í nýja húsið sitt.
Meira

Tindastóli og Keflavík spáð efstu sætum Subway deildarinnar

Á kynningarfundi Subway deildar karla sem haldinn var í Laugardalshöll nú í hádeginu voru kynntar annars vegar spár formanna, þjálfara og fyrirliða í liðum Subway deildarinnar og 1. deild karla, og hins vegar spá fjölmiðla fyrir Subway deild karla. Lið Tindastóls skoraði hátt og er spáð tveimur efstu sætunum.
Meira

Tæpar 23 milljónir úr Framkvæmdasjóði aldraðra á Skagaströnd

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 650 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Á heimasíðu Stjórnarráðsins kemur fram að hersla hafi verið lögð á verkefni sem bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum, úrbætur sem tengjast aðgengismálum og öryggismálum og ýmsum stærri viðhaldsverkefnum.
Meira

Það er leikur að læra

Nú fyrir síðustu helgi fengu nemendur í vali í framreiðslu við Grunnskóla Húnaþings vestra kennslu í blómaskreytingum. Á heimasíðu skólans kemur fram að margar fallegar skreytingar hafi litið dagsins ljós og skólinn þvíí kjölfarið fallega skreyttur með lifandi blómum. Ekki minnkar fjörið á morgun því þá er Valgreinadagur á Hvammstanga hjá 8., 9. og 10. bekk skólanna í Austur og Vestur-Húnavatnssýslum.
Meira

Markviss landaði öllum titlum sem í boði voru

Íslandsmót í Norrænu Trappi var loksins haldið á athafnasvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi um nýliðna helgina en mótinu hafði verið frestað í tvígang. Markviss félagar voru vel fókuseraðir og lönduðu öllum titlum sem í boði voru.
Meira