A-Húnavatnssýsla

Sigurður Bjarni formaður nýrrar stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra

Ný stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra, sem skipuð var í kjölfar veitarstjórnarkosninganna í vor, hélt sinn fyrsta fund í byrjun október. Stjórnin er skipuð fulltrúum þeirra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem aðild eiga að Náttúrustofunni en það eru Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing Vestra.
Meira

Skemmtileg norðlensk tenging fylgdi góðri gjöf í Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið spilaði við lið Portúgals í Pacos de Fer­reira í Portúgal í gær í umspilsleik þar sem sæti á HM kvenna næsta sumar var í húfi. Eftir smá dómaraskandal náðu heimastúlkurnar yfirhöndinni í leiknum og sigruðu 4-1 eftir framlengdan leik. Feykir ákvað að senda ekki blaðamann á leikinn en það gerði Vísir. Í frétt í morgun var sagt frá því að einn stuðningsmanna íslenska liðsins, Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, hafi fengið góða gjöf í flugstöðinni eftir leik og flaug heim með stjörnur í augum.
Meira

Efling félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins

Strandveiðifélag Íslands styður fyllilega við tillögu til þingsályktunar um sem lögð var fram af Bjarna Jónssyni (flm), ásamt meðflutningsmönnunum Steinunni Þóru Árnadóttur, Jódísi Skúladóttur, Orra Páli Jóhannssyni og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þann 15. sept. sl.
Meira

Forseti kosinn til forystu :: Leiðari Feykis

Samkvæmt dagskrá lýkur 45. þingi ASÍ í dag eftir kosningar um forseta. Eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með fréttum hefur gustað um verkalýðshreyfinguna síðustu misseri og sagði Drífa Snædal af sér embætti forseta sambandsins í ágúst sl. enda átök innan þess verið óbærileg að hennar mati og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Meira

Íslenskur landbúnaður í Höllinni um helgina

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöllinni 14. til 16. október næstkomandi. Sýningin er beint framhald af samnefndri sýningu sem haldin var haustið 2018 en sú sýning var einstaklega vel sótt og engin ástæða til annars en að ætla að svo verði á ný að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Íslensks landbúnaðar 2022.
Meira

Yngri flokkar Tindastóls sigursælir um helgina

Það voru margir leikir spilaðir um helgina hjá barna og unglingastarfi Körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tveir hópar MB10, stelpu og stráka, fóru á fjölliðamót, sameiginlegt lið Tindastóls/Kormáks í 9 fl. kvenna spilaði við Keflavík, 11. flokkur karla spilaði við Njarðvík og Ungmennaflokkur karla spilaði við Hraunamenn/Laugdæli og fóru allir leikirnir fram á laugardaginn.
Meira

Nafn óskast á nýjan grunnskóla Húnabyggðar

Á Facebooksíðunni Grunnskóli Húnabyggðar er því velt upp að bráðnauðsynlegt sé að nafn komi á nýjan grunnskóla sem fyrst en hann varð til með sameiningu Blönduskóla og Húnavallaskóla með nýju sveitarfélagi Húnabyggðar í vor. Eins og er gengur skólinn undir vinnuheitinu Grunnskóli Húnabyggðar enda eini grunnskóli Húnabyggðar. Fram kemur að á fyrsta fundi skólaráðs nú í lok september hafi verið ákveðið vinnuferli varðandi nafngiftina og mun það vera fyrst á dagskrá að kalla eftir tillögum.
Meira

Réttindagæsla barna

Embætti umboðsmanns barna hefur nú hafið tilraunaverkefni til tveggja ára, um réttindagæslu barna, en um er að ræða aðgerð sem kveðið er á um í aðgerðaáætlun stjórnvalda um innleiðingu Barnasáttmálans.
Meira

Meintur Skagfirðingur vann skemmdarverk á sendibúnaði FM Trölla

Undanfarnar vikur og mánuði hafa útsendingar FM Trölla í Skagafirði legið niðri vegna bilunar og segir á heimasíðu Trölla að í fyrstu hafi verið talið að ástæðan væri breytingar á netsambandi í húsnæðinu sem hýsir sendibúnað FM Trölla í Skagafirði. Voru menn búnir að skoða ýmislegt, spá og spekúlera en allt kom fyrir ekki.
Meira

Opnir dagar í TextílLab á Blönduósi um mhelgina

Opnir dagar verða í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni á Blönduósi 15.-16. október nk. Allir eru velkomnir en auk metnaðarfullrar dagskrár verður boðið upp á kaffi og pönnukökur!
Meira