A-Húnavatnssýsla

Gul veðurviðvörun fram á morgun

Feykir sagði frá því fyrir helgi að útlit væri fyrir sæmilegt veður um helgina og útlit fyrir að skíðasvæðið í Stólnum yrði opið báða dagana. Skjótt skipast veður í lofti en það slapp þó til á laugardeginum en í dag, sunnudag, hefur veðrið verið leiðinlegt hér norðanlands, skíðasvæðið því lokað og þegar þetta er skrifað hefur Þverárfjallsvegi einnig verið lokað. Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi vestra og útlit fyrir að svo verði fram á morgun.
Meira

Bókin Náðarstund á sérstakan stað í hjarta mínu

Nú drepur Bók-haldið niður fæti á Vatnsnesi en á Sauðadalsá býr Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, fædd á Akranesi árið 1985. Hún segist búa þar ásamt sinni nútímafjölskyldu en Guðrún starfar sem aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Húnaþings vestra „Einnig bý ég með sauðfjárbónda svo ég tel mig vera það að hluta þó ég myndi mun frekar vilja kalla mig hestamann.“
Meira

Á mótorfákum á framandi slóðum :: Tólf manna hópur í ævintýraferð til Víetnam

Í lok september fór tólf manna hópur mótorhjólakappa af Íslandi í ævintýraferð til Víetnam til að aka þar um sveitir. Fjórir af þessum ferðafélögum voru af Króknum einn frá Blönduósi einn af Hellissandi og rest úr Reykjavík, með sterk tengsl á Snæfellsnesið. Feykir settist niður með tveimur þeirra, Baldri Sigurðssyni og Magnúsi Thorlacius og forvitnaðist um ferðina en þeir telja sig vera upphafsmenn hennar.
Meira

Byggðakvóti til Blönduóss skrapp saman um 21%

Húnahornið segir frá því að byggðaráð Húnabyggðar sé ekki sátt við þróun á úthlutun almenns byggðakvóta. Blönduós fékk fyrir skömmu úthlutað 15 þorskígildistonnum fyrir fiskveiðiárið 2022-2023. Samkvæmt úthlutunarskjali er jafnmiklu úthlutað til Blönduóss nú og gert var fiskveiðiárið 2021-2022 en svo virðist sem gleymst hafi að gera ráð fyrir að í fyrra bættust við fjögur þorskígildistonn.
Meira

Það verður skíðað í Stólnum um helgina

Snjókoma í byrjun október varð til þess að skíðavinir gerðu sér vonir um góðan skíðavetur í Tindastólnum. Skíðagöngufólk spratt úr spori og opnað var í lyftur fyrir æfingahópa í október en síðan gufaði snjórinn upp og varla hægt að segja að krítað hafi í fjöll fram að jólum. Það hafa því verið rólegheit á skíðasvæðum landsmanna en nú horfir betur til skíðatíðar og stefnt er á að opna í Stólnum um helgina, í það minnsta á meðan veður leyfir.
Meira

Þrettándinn er í dag :: Ráðlagt að hlusta ekki á tal kúa

Í dag 6. janúar er þrettándinn en nafn dagsins er stytting úr þrettándi dagur jóla. Í bók Árna Björnssonar Saga daganna, kemur fram að dagurinn var áður talinn fæðingardagur Jesú á undan 25. desember. „En þegar sú tign var af honum tekin, hlaut hann í staðinn virðingarheitið epiphania, sem merkir opinberun, og var þá svo látið heita, að Kristur hefði á þeim degi opinberast með þreföldum hætti hér á jörðu: tilbeiðslu vitringanna, skírninni í Jórdan og brúðkaupinu í Kana.
Meira

Þekktur heimildaljósmyndari í Bjarmanesi á laugardag

Ljósmyndarinn og fyrirlesarinn Esther Horvath sýnir og segir frá störfum sínum á norðurslóðum nk. laugardag í Bjarmanesi, menningar-og samveruhúsi á Skagaströnd. Atburðurinn hefst kl. 15:00, allir velkomnir og heitt verður á könnunni.
Meira

Lilja lenti Boeing 767 á JFK í flughermi

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti þjálfunarsetur Icelandair sem staðsett er að Flugvöllum í Hafnarfirði og fundaði með forstjóra og framkvæmdarstjórum félagsins. Prófaði hún meðal annars flughermi í setrinu er hún lenti Boeing 767-300 vél á JFK flugvelli í New York.
Meira

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir valin Maður ársins af lesendum Feykis

„Eftir að hafa upplifað mikla útskúfun í samfélaginu tók Tanja völdin í eigin hendur og hélt fyrstu Druslugönguna sem haldin hefur verið á Sauðárkróki við góðar undirtektir. Tanja er í Öfgum sem er femínista hópur sem berst gegn kynbundnu ofbeldi og styður við þolendur kynferðisofbeldis. Hún tók þátt í að skrifa skuggaskýrslu um kvennasáttmálann og ávarpaði þing Sameinuðu þjóðanna,“ segir í tilnefningu Tönju en hún fékk flest atkvæði þeirra sem tilnefnd voru til Manns ársins 2022 á Feykir.is.
Meira

Byggðakvóti eykst á Norðurlandi vestra um 66 tonn

Matvælaráðuneytið hefur gefið út hver byggðakvótinn verður á fiskveiðiárinu 2022-2023 en úthlutað er til 51 byggðalags í 29 sveitarfélögum. Á Norðurlandi vestra eykst kvóti milli ára um 66 tonn en í heildina eykst úthlutun um 262 tonn milli ára á landinu öllu.
Meira