Byggðakvóti til Blönduóss skrapp saman um 21%

Frá Blönduósi. MYND: ÓAB
Frá Blönduósi. MYND: ÓAB

Húnahornið segir frá því að byggðaráð Húnabyggðar sé ekki sátt við þróun á úthlutun almenns byggðakvóta. Blönduós fékk fyrir skömmu úthlutað 15 þorskígildistonnum fyrir fiskveiðiárið 2022-2023. Samkvæmt úthlutunarskjali er jafnmiklu úthlutað til Blönduóss nú og gert var fiskveiðiárið 2021-2022 en svo virðist sem gleymst hafi að gera ráð fyrir að í fyrra bættust við fjögur þorskígildistonn.

Úthlutaður byggðakvóti til Blönduóss minnkar því um 21% milli fiskveiðiára eða úr 19 tonnum í 15. Byggðaráð hefur falið sveitarstjóra að andmæla formlega þessari þróun, eins og segir í fundargerð.

Heimild: Húni.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir