A-Húnavatnssýsla

Elísa Bríet og Katla Guðný æfa með U15

30 manna leikmannahópur hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum U15 ára landsliðs kvenna. Tvær Tindastólsstúlkur komust í gegnum nálaraugað en þær Katla Guðný Magnúsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir hafa verið kallaðar til æfinga dagana 11.-13. janúar.
Meira

Ismael Sidibé genginn í raðir Kormáks Hvatar

„Kormákur Hvöt hefur gengið frá samningum við fílbeinska/spánska sóknarmanninn Ismael Sidibé og mun hann leika í bleiku á komandi keppnistímabili,“ segir í tilkynningu á aðdáendasíða Kormáks í fótboltanum. Ismael hefur áður leikið í 3. deild á Íslandi, árið 2021 þegar hann kom á miðju sumri til Einherja á Vopnafirði og skoraði 10 mörk í 13 leikjum - þar af tvær þrennur.
Meira

Væri til í að brenna í burtu besserwissera viðhorf Íslendinga

Það er söngdívan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, frá Dæli í Vestur-Húnavatnssýslu, sem heldur áfram að svara ársuppgjöri Feykis. Hún segir m.a. að fyrir sig persónulega hafi móttökur við litla skólanum hennar, Starcodes Academy slegið flest annað út á árinu 2022.
Meira

Gleðilegt nýtt ár!

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samveruna á því liðna. Megi guð og gæfa fylgja ykkur á nýju ári.
Meira

Ætlaði í sund en endaði á að gifta sig

Á síðasta degi ársins 2022 er það skagfirska Vordísin, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, listakona, sem fær þann heiður að gera upp árið. Það er nú sannarlega engin lognmollan þegar elskuleg Sigurlaug Vordís er annars vegar og það er óhætt að fullyrða að dagskráin hennar hafi verið þéttskipuð á árinu og stefnir í svo verði einnig á því næsta.
Meira

Gert ráð fyrir sæmilegu veðri á Norðurlandi vestra yfir áramótin

Spáð er frekar leiðinlegu veðri á landinu á gamlársdag og fram að hádegi á nýársdag en það eru þó einkum íbúar vestan- og sunnanlands sem fá að finna fyrir skellinum. Hér á Norðvesturlandi er gert ráð fyrir austan 5-13 m/sek á morgun og snjókomu á köflum. Dregur heldur úr frosti.
Meira

Vill sjá nýsköpun, grósku og eldmóð á nýju ári

Katrín M Guðjónsdóttir tók við af Unni Valborgu Hilmarsdóttur sem framkvæmdastjóri SSNV í sumar. Katrín er viðskipta- og markaðsfræðingur en hún flutti norður í land í sumar en eiginmaður hennar, Pétur Arason, var ráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar. Katrín gerir upp árið í Feyki.
Meira

Sigríður Soffía Þorleifsdóttir íþróttamaður USAH 2022

Sigríður Soffía Þorleifsdóttir var kjörin íþróttamaður USAH fyrir árið 2022 en frá því var greint á samkomu í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í gær. Sigríður Soffía keppti fyrir Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps í frjálsum íþróttum á árinu, bæði á Héraðsmóti USAH og Meistaramóti Íslands í öldungaflokki sem fram fór á Sauðárkróki 27. ágúst. Þar gerði hún sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í hástökki í sínum aldursflokki 55-59 ára.
Meira

Stórleikur í Síkinu í dag þegar Valsarar mæta á Krókinn

Lið ársins, tveir af þjálfurum ársins og íþróttamaður ársins í Skagafirði verða í eldlínunni í dag þegar topplið séra Friðriks Friðrikssonar af Hlíðarenda, Valur, mætir á Krókinn. Valur hefur verið í bullandi sókn í vetur og situr í öðru sæti Subway-deildar, með jafnmörg stig og Keflavík, 16 stig en lakara stigahlutfall en Stólar, sem hafa átt í vandræðum vegna meiðsla og annarra kvilla leikmanna, sitja í 6. sæti með tólf stig.
Meira

Íþróttamaður USAH 2022 krýndur í dag

Í dag, 29. desember, kemur í ljós hver hlýtur nafnbótina Íþróttamaður USAH 2022 en boðað hefur verið til samkomu í Íþróttamiðstöðinni sem hefst klukkan 17:30. Sjö einstaklingar frá fjórum aðildarfélögum hafa verið tilnefndir í hinum ýmsu íþróttagreinum en einnig verða veittar viðurkenningar fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, sem aðildarfélögin tilnefndu sjálf, og fyrir sjálfboðaliða ársins.
Meira