Þekktur heimildaljósmyndari í Bjarmanesi á laugardag

Ljósmyndarinn og fyrirlesarinn Esther Horvath sýnir og segir frá störfum sínum á norðurslóðum nk. laugardag í Bjarmanesi, menningar-og samveruhúsi á Skagaströnd. Atburðurinn hefst kl. 15:00, allir velkomnir og heitt verður á könnunni.

Esther Horvath er ljósmyndari fyrir National Geographic og Alfred Wegener stofnunina sem stundar norðurslóða og sjávarrannsóknir og hafa verk hennar vakið mikla athygli.

Umfjöllun hennar um Station Nord, nyrstu bækistöð Grænlands, var sýnd í National Geographic Norðurskautsblaði tímaritsins í september 2019. Önnur verk sem National Geographic gefur út eru allt frá sögum um gróðurhúsarannsóknarstofu í Neumayer-stöðinni á Suðurskautslandinu og innsýn í hvernig vísindamenn þjálfuðu sig og undirbjuggu sig fyrir stærsta Norður-Íshafsvísindaleiðangur sögunnar, MOSAiC (Multidisciplinary drifting Observatory) til rannsókna á norðurslóðaloftslagi). Esther Horvath er félagi hjá International League of Conservation Photographers, auk The Explorers Club, og vísindaljósmyndari Alfred Wegener Institute for Polar and Sea Research í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir