A-Húnavatnssýsla

Gerir ekkert nema fá borgað fyrir það

Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Meira

Kjúklingaréttur og súkkulaðimús

Í tbl. 30, 2022, var matgæðingur vikunnar Viktoría Eik Elvarsdóttir og er hún fædd og uppalin á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og hefur búið alla sína tíð. Viktoría útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum árið 2020 með BS gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu og starfar í dag við tamningar og þjálfun á Syðra-Skörðugili.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps náði loks að blása til mannfagnaðar

Loks náði Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps að halda árshátíð sína eftir tvo Covid-takmarkandi vetur en síðasta hátíð þar á undan fór fram í janúar 2020. Samkvæmt venju var samkoman haldin í Húnaveri sl. laugardag og var vel sótt.
Meira

Bóndadagur í dag

Í dag er bóndadagur, fyrsti dagur þorra sem er fjórði mánuður vetrar að forníslensku tímatali og mun upphaf hans upphaflega hafa miðast við fyrsta nýtt tungl eftir vetrarsólhvörf. Þorri hefst alltaf á föstudegi í 13. viku vetrar á bilinu 19. til 25. janúar
Meira

Hyggilegt að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í hláku morgundagsins

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið vegna veðurs en varað er við asahláku á morgun þegar frostið gefur eftir fyrir hlýjum sunnanþey. Í athugasemd veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofunnar kemur fram að spáð er suðaustan hvassviðri eða stormi sunnan- og vestanlands seint í nótt og framan af morgundegi með úrkomu og hlýnandi veðri.
Meira

Nauðsynlegt að klæða Blönduósflugvöll

Í júní 2021 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnuhóp með það hlutverk að leggja mat á lendingarstaði út frá öryggishlutverki þeirra og var gefin út skýrsla sem kom út í nóvember sama ár. Þar kemur fram að til að flugvöllurinn á Blönduósi nýtist flugvélum Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugvélum við erfiðar aðstæður þurfi að leggja á hann bundið slitlag.
Meira

Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda

Lands­virkj­un hef­ur nú ákveðið og skráð að öll raf­orka sem fyr­ir­tækið sel­ur hér á landi sé nú fram­leidd með kol­um, olíu eða kjarn­orku. Ef smá­sal­ar, sem selja raf­magn til al­menn­ings, vilja grænt raf­magn þurfa þeir að borga fyr­ir vott­un eða bjóða not­end­um sín­um að gera það. Not­andi sem kaup­ir grænt raf­magn, fram­leitt á Íslandi, þarf því sam­kvæmt þessu að greiða sér­stak­lega fyr­ir það. Sam­kvæmt frétt­um er hér um 15% hækk­un á grænni raf­orku að ræða. Orku sem er og hef­ur alltaf verið GRÆN!
Meira

Átján kindum bjargað úr afrétt

Síðastliðinn föstudag náði Andrés bóndi í Tungu í Gönguskörðum við annan mann að koma sautján kindum til byggða úr Vesturfjöllum sem voru, þrátt fyrir fannfergi og kulda, í ágætu ásigkomulagi. Nokkrum dögum áður hafði Andrés staðsett féð og náð að handsama eitt lamb og flutt með sér heim.
Meira

Ég lofa :: Leiðari Feykis

Loforð er eitthvað sem við gefum þegar við viljum að eitthvað gangi eftir sem við getum haft áhrif á og fylgjum eftir. Loforð er skuldbinding sem hver og einn verður að standa við og efna. Annað eru svik. Öðru máli gegnir um vilja sem er eiginleikinn til að framkvæma, ef maður nennir því eða kemur því í verk þó einhver ljón séu í veginum. Ég hef t.d. margoft sýnt vilja minn til ýmissa verkefna en aldrei framkvæmt án þess að hafa lofað því sérstaklega.
Meira

FG hafði betur í Gettu betur

Lið FNV tók þátt í 16 liða úrslitum í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í beinni útsendingu á Rás2 í gærkvöldi. Eftir spennandi keppni reyndust fjölbrautungar úr Garðabæ sterkari á svellinu og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum í sjónvarpssal með 22-18 sigri.
Meira