A-Húnavatnssýsla

Hámarksútsvar hækkar, tekjuskattur lækkar

Aukafundur sveitarstjórnar Skagafjarðar var haldinn í morgun þar sem útsvarshlutfall í Skagafirði árið 2023 verður tekið til endurskoðunar. Breytingar hafa verið boðaðar á tekjuskatti einstaklinga og útsvarsprósentum sveitarfélaga um áramótin í kjölfar þriðja samkomulags ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk.
Meira

Jólakveðja frá Textílmiðstöð Íslands 2022

Nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka og skoða það sem hefur gerst hjá okkur í Textílmiðstöð Íslands. Heimurinn hefur opnast aftur og við og samstarfsaðilar okkar höfum verið á ferðinni.
Meira

Matvælaráðuneytið bregst við umræðu um sauðfjársamning Bændasamtaka og ríkis

Vegna umræðu síðustu vikna um búvörusamninga um starfsskilyrði sauðfjárræktar hefur matvælaráðuneytið brugðist við og birt á heimasíðu ráðuneytisins nánari útskýringar samningsins og segir að heilt yfir muni stuðningurinn dreifist jafnar á framleiðendur.
Meira

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Sjö tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

Hermenn Úkraínu klæðast íslenskum ullarvörum

Flugvélafarmur af hlýjum vetrarfatnaði er kominn í notkun úkraínskra hermanna á vígstöðvunum, segir í skeyti frá utanríkisráðuneytinu. Kanadísk herflugvél flutti varninginn frá Íslandi þann 12. desember sl. og í gær fékk utanríkisráðuneytið sent myndband frá úkraínska hernum sem sýnir þegar farmurinn var tekinn í notkun á vígstöðvunum.
Meira

Hátt í 15 þúsund tekið þátt í námskeiðum síðustu tvo áratugi - 30 ára afmæli Farskólans

Farskólinn -miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra fagnaði 30 ára afmæli sínu sl. föstudag en þann 9. desember 1992 var stofnfundur Farskólans haldinn. Skólanum var ætlað að annast hvers konar fræðslustarf í kjördæminu og átti starfsemi skólans að miðast við að auka starfshæfni og vellíðan, eins og segir í stofnskránni. Kraftmikil starfsemi er enn í Farskólanum og fjöldi nemenda sem sækja hvers kyns námskeið sem í boði eru. Bryndís Kristín Þráinsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Farskólans síðan 2003 og sendi Feykir henni spurningar í tilefni tímamótanna og byrjaði á því að forvitnast um starfsemi Farskólans, tilurð og tilgang.
Meira

Ekki hringja í Neyðarlínuna til að fá upplýsingar um veður og færð

Mikið álag er á upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777, segir í tilkynningu frá stofnuninni, svo mikið að þegar fólk nær ekki í gegn bregður það á það ráð að hringa í Neyðarlínuna 112. Þar eru allar línur tepptar af fólki að spyrja um færð, veður og lokanir vega.
Meira

Acai áfram í Kormáki Hvöt

Jólin eru tími gleði og gjafa, svo það er með mikilli ánægju að segja frá því að miðvörðurinn mikilvægi Acai Nauzet Elvira Rodriguez hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Kormák Hvöt út leiktímabilið 2023, segir í tilkynningu frá meistaraflokksráði liðsins.
Meira

195 hjónabönd í síðasta mánuði en 118 skilnaðir

Af þeim 561 hjúskaparstofnunar sem skráð voru til Þjóðskrá í ágústmánuði gengu 132 í hjúskap hjá sýslumanni eða 23,5%, 257 giftingar fóru fram í Þjóðkirkjunni eða 45,8% og 126 í öðru trú- eða lífsskoðunarfélagi eða 22,5%, segir á heimasíðu Þjóðskrár. Þá gengu 46 einstaklingar í hjúskap erlendis.
Meira

Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum á yfirstandandi löggjafaþingi

Þingmenn eru nú komnir í jólafrí en þingfundum 153. löggjafarþings var frestað sl. föstudag, 16. desember. Þingið var að störfum frá 13. september til 16. desember 2022 og hér að neðan má sjá tölfræðilegar upplýsingar um 153. löggjafarþing, fram að jólahléi.
Meira