A-Húnavatnssýsla

Stórleikur í Síkinu í dag þegar Valsarar mæta á Krókinn

Lið ársins, tveir af þjálfurum ársins og íþróttamaður ársins í Skagafirði verða í eldlínunni í dag þegar topplið séra Friðriks Friðrikssonar af Hlíðarenda, Valur, mætir á Krókinn. Valur hefur verið í bullandi sókn í vetur og situr í öðru sæti Subway-deildar, með jafnmörg stig og Keflavík, 16 stig en lakara stigahlutfall en Stólar, sem hafa átt í vandræðum vegna meiðsla og annarra kvilla leikmanna, sitja í 6. sæti með tólf stig.
Meira

Íþróttamaður USAH 2022 krýndur í dag

Í dag, 29. desember, kemur í ljós hver hlýtur nafnbótina Íþróttamaður USAH 2022 en boðað hefur verið til samkomu í Íþróttamiðstöðinni sem hefst klukkan 17:30. Sjö einstaklingar frá fjórum aðildarfélögum hafa verið tilnefndir í hinum ýmsu íþróttagreinum en einnig verða veittar viðurkenningar fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, sem aðildarfélögin tilnefndu sjálf, og fyrir sjálfboðaliða ársins.
Meira

Slökkvilið Skagastrandar breyttist úr áhugamannaliði í hlutastarfandi

„Nú þegar árið 2022 er senn á enda er ekki úr vegi að líta um öxl og fara stuttlega yfir starf slökkviliðs Skagastrandar á árinu,“ segir í færslu Slökkviliðs Skagastrandar á Facebookaíðu þess en liðið samanstendur af fimmtán einstaklingum. Endurnýjun mannskaps hefur átt sér stað á undanförnu ári og fyrsta konan gekk í raðir slökkviliðsmanna.
Meira

Best að geta lagt Covidgrímuna á hilluna

Formaðurinn Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, eða bara Lulla, er ekki í vandræðum með að gera upp árið og reyndar velja sjálfa sig og vinnufélaga sína í heilbrigðisgeiranum sem mann ársins. Lulla er að sjálfsögðu formaður Leikfélags Sauðárkróks og liggur vanalega ekki á liði sínu þegar á þarf að halda.
Meira

Fitulagið sennilega lag ársins

Nú er það formaður byggðarráðs Skagafjarðar sem gerir upp árið en það er að sjálfsögðu Einar Eðvald Einarsson á Syðra-Skör'ugili. Einar tók við oddvitasæti Framsóknarflokksins í Skagafirði af Stefáni Vagni Stefánssyni í byrjun sumars en Framsókn og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta í nýju sameinuðu sveitarfélagi, Skagafirði, að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Meira

Reynir og Bjarni Gaukur menn ársins að mati Valla

Sá sem gerir upp árið 2022 að þessu sinni lenti í þeim hremmingum að þurfa að breyta um nafn á Facebook og geri aðrir betur. Hér erum við að sjálfsögðu að tala um bjartsýnismanninn Valdimar Guðmannsson, áður Valla Blönduósing en nú Valla Húnabyggð, en sennilega er enginn jafn duglegur að hampa því góða sem gert hefur verið við Blöndubakka og næsta nágrenni.
Meira

Eilífð í sjónmáli :: Ævintýraferð Sölva Sveins um Nepal

Nú fyrir jólin kom út smákver Sölva Sveinssonar þar sem hann segir frá ævintýraferð til Nepals fyrir tíu árum síðan. Bókin er 146 bls., glæsilega hönnuð og prýdd fjölda litmynda. Feykir fékk góðfúslegt leyfi til að birta einn kafla úr bókinni þar sem hægt er að finna alldjúpa tengingu við Skagafjörð því fararstjóri ferðafélaganna hélt búddíska minningarathöfn um Sigríði frá Djúpadal, mömmu Eiríks, Nönnu, Siggu og Guðrúnar Rögnvalds, en Guðrún var einmitt með í ferðinni.
Meira

,,Mamma og föðuramma kenndu mér fyrstu handtökin,,

Helga er Skagfirðingur í húð og hár og býr á Sauðárkróki með manninum sínum. Þau eiga fjögur börn, þrjú tengdabörn og fimm barnabörn.
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með kærri þökk fyrir samskiptin á árinu sem senn er á enda.
Meira

Vill skella rauðum viðvörunum á brennuna

Þá er komið að því að fá nokkra útvalda aðila til að skila inn ársuppgjörinu. Það er Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri á Skagaströnd, sem ríður á vaðið en hún tók við sem sveitarstjóri fyrir fjórum árum og endurnýjaði ráðningarsamninginn í sumar að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Meira