A-Húnavatnssýsla

Kveðja á aðventu

Eitt af mínum eftirlætis jólalögum er Hin fyrstu jól, lag Ingibjargar Þorbergs við kvæði Kristjáns frá Djúpalæk. Kannski er ástæðan fyrir dálæti mínu á þessu lagi sú að það færir fæðingu Krists svo nærri lífi mínu sem stráks í sveitinni. Lágstemmd lýsing og næstum hversdagsleg.
Meira

Verðlaunahafar jólamyndagátu - Fimm heppin fá bókavinninga

Dregið hefur verið úr réttum lausnum í myndagátunni sem birtist í JólaFeyki. Líklega hefur gátan eitthvað þvælst fyrir fólki þar sem heldur færri lausnir bárust en undanfarin ár en var ágæt þrátt fyrir það.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Nú fer hver að verða síðastur að senda inn tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra en líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með þær. Frestur til að senda inn ábendingar er á miðnætti á morgun.
Meira

Samsett fiskileður í þróun

Nýsköpunarfyrirtækið AMC fékk nýverið tveggja ára Sprota styrk frá Rannís upp á samtals 20 milljónir til að þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi. Fyrirtækið er í eigu ungs frumkvöðlapars á Norðurlandi Maríu Dísar Ólafsdóttur, lífverkfræðings, og Leonard Jóhannssonar, vélfræðings. Áður hafði verkefnið fengið FRÆ styrk Rannís og vann titilinn Norðansprotinn í hugmyndasamkeppni síðastliðið vor.
Meira

Til hamingju íbúar Húnabyggðar með nýja byggðarmerkið

Í dag var tilkynnt val á nýju merki sveitarfélagsins Húnabyggðar sem varð til við sameiningu Blönduóss og Húnavatnshrepps fyrr á árinu. Í frétt á vef Húnabyggðar kemur fram að alls bárust 50 tillögur frá 29 hönnuðum um byggðarmerki sveitarfélagsins. Vinningstillöguna átti hönnuðurinn og Króksarinn Ólína Sif Einarsdóttir.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu FNV

Á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd er sagt frá því að nemendur unglingastigs hafa tvö undanfarin ár verið með tvær list- og verkgreinavikur yfir skólaárið. Þar hafa nemendur kynnst ýmsum greinum sem hægt hefur verið að sýna og kenna innan skólans. Að þessu sinni var hinsvegar ákvðið að leita í hús til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um samstarf .
Meira

Sex af Norðurlandi vestra í æfingahópi yngri landsliða KKÍ

KKÍ hefur ráðið þjálfara yngri liða Íslands fyrir komandi verkefni í sumar og munu þau öll taka þátt í verkefnum drengja og stúlkna líkt og síðasta sumar. Þá hefur NM U20 liða verið bætt við í samstarfi Norðurlandanna líkt og hefur verið með U16 og U18 liðin á undanförnum árum. Fimm hafa verið boðuð til æfinga úr röðum Tindastóls og ein frá Kormáki.
Meira

Byggðastofnun og Háskólinn á Hólum í samstarf

Föstudaginn 9. nóvember var skrifað undir samkomulag milli Byggðastofnunar og Háskólans á Hólum um samstarf sem einkum er ætlað að stuðla að auknu samtali og samstarfi í atvinnu- og byggðaþróun.
Meira

Aðventugleði í gamla bænum á Blönduósi

Um síðustu helgi var aðventugleði í Húnabyggð þar sem ljósin voru tendruð á jólatrénu við félagsheimilið á Blönduósi með tilheyrandi jólatónum og -sveinum. Í dag var hins vegar aðventugleði í gamla bænum á Blönduósi.
Meira

Heim að Hólum á aðventu – opinn dagur er einmitt í dag!

Nú á hádegi hófst opinn dagur hjá Háskólanm á Hólum og stendur dagskráin til kl. 17 í dag. Opið er fyrir gesti í aðalbyggingu skólans til kl. 15 en dagkráin er fjölbreytt og ættu allir að geta átt góða stund í Hjaltadalnum fallega. Má nefna jólatréssölu, sögugöngu, kynningar og jólsýningu hestafræðinnema sem hefst kl. 14:30.
Meira