A-Húnavatnssýsla

Góð mæting í sundlaugina á Blönduósi

Húnahornið segir frá því að tæplega 24.500 gestir hafi heimsótt sundlaugina á Blönduósi það sem af er ári er það eru 2.300 fleiri gestir en höfðu heimsótt laugina á sama tíma í fyrra. Aukningin er því um 10% milli ára. Sundlaugargestum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og sem dæmi má nefna þá höfðu um 15 þúsund heimsótt laugina um mitt sumar 2017 og hefur sundlaugargestum því fjölgað um 44% frá árinu 2017.
Meira

Spjallað við Ómar Braga og Pálínu Ósk um Unglingalandsmótið á Króknum

„Unglingalandsmótin eru fjölskylduhátíð þar sem alls konar íþróttir eru í fyrsta sæti. Mótin eru haldin árlega og að þessu sinni er mótið á Sauðárkróki,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmóta UMFÍ, þegar Feykir forvitnast um Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi hefur fengið liðsstyrk en Pálína Ósk Hraundal er verkefnastjóri mótsins en þetta er í þriðja sinn sem þau vinna saman að ULM á Króknum.
Meira

Húnvetningar skutust í annað sætið eftir sigur á Víði

Húnavökuleikurinn fór fram á Blönduósvelli í dag en þá tók lið Kormáks/Hvatar á móti Víði í Garði. Liðin eru bæði í töppbaráttunni í 3. deild en lið gestanna var í öðru sæti fyrir leik en heimamenn í fjórða sæti. Það var því mikið undir og úr varð töluverð veisla, boðið upp á fimm mörk og sem betur fer gerði lið Kormáks/Hvatar fleiri en andstæðingurinn og skaust upp í annað sæti deildarinnar. Lokatölur 3-2.
Meira

„Einn leik í einu og svo sjáum við hvar við endum“

Lið Kormáks/Hvatar er nú á öðru ári sínu í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Lið Húnvetninga vann sér sæti í deildinni haustið 2021 og náði fínum árangri síðastliðið sumar undir stjórn Aco Pandurevic þó þunnskipaður hópur og meiðsli hafi næstum kostað liðið sætið. Aco yfirgaf Kormák/Hvöt eftir þrjá leiki og erfiða byrjun í sumar og Ingvi Rafn Ingvarsson tók við stýrinu en hann var einmitt við stjórnvölinn þegar liðið vann sér sæti í 3. deildinni.
Meira

Rabb-a-babb 218: Pétur Ara

Nú er það Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hleypir lesendum Feykis að sínum innsta kjarna og tekst á við Rabb-a-babbið. Pétur er fæddur á því herrans ári 1970, er giftur og á þrjú börn og tvö barnabörn að auki. Hann segist búa á Blönduósi – miðju alheimsins!
Meira

Öryggi skólalóðarinnar á Blönduósi aukið

Það er búið að auka öryggi á skólalóðinni á Blönduósi með því að setja nýja snyrtilega girðingu meðfram henni. Á Húnahorninu segir að girðingin afmarki nú skólalóðina frá Húnabraut og Norðurlandsvegi (þjóðvegi 1) og umlykur þannig sparkvöllinn, ærslabelginn, rampana og leiksvæðið við skólann.
Meira

Pallaball í kvöld og allir í stuði á Húnavöku

„Húnavakan fór aldeilis vel af stað í gær. Það mættu um 400 manns í grill, þar sem 63 árgangurinn og Óli í 83 árgang sáu um að grilla ofan í mannskapinn.“ Svo segir í færslu á Facebook-síðu Húnavökunnar. Þó Húnvetningar séu kátir með Húnavökuna þá eru veðurguðirnir kannski ekki alveg að spila með þessa helgina. Þá er ekkert annað í stöðunni en að brosa framan í súldina, klæða af sér kuldann og regið og njóta þess að vera vel dúðaður.
Meira

Vér mótmælum öll !

Nú þegar strandveiðarnar eru sigldar í strand með einu pennastriki ráðherra og stöðvaðar yfir hábjargræðistímann, þegar allt er vaðandi af þorski á grunnslóð þá er ekki skrítið að sjómenn rísi upp og mótmæli við Alþingishúsið á laugardaginn aðgerðarleysi stjórnvalda við að efla og tryggja Strandveiðar í 48 daga !
Meira

Húnavakan hefst í dag

Þótt það sé kalt í veðri er hægt að hlýja sér við það að Húnavaka hefst í dag.
Meira

Skúlahóll í Vatnsdal er magnaður útsýnisstaður

Himnastigi Húnabyggðar hefur verið reistur en um er að ræða ansi hreint magnaðan útsýnisstað á Skúlahóli í Vatnsdal. Af hólnum er gott úsýni yfir Flóðið, Jörundarfell og Vatnsdalshólana svo eitthvað sé nefnt en Skúlahóll má segja að sé suðaustastur Vatnsdalshóla á bakka Flóðsins og eini hóllinn sem er austan vegar.
Meira