A-Húnavatnssýsla

Kaffibrennslan í Skagafirði fékk hæsta styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka

Í byrjun desember tilkynnti Íslandsbanki hvaða frumkvöðlum var úthlutað úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka þetta árið og voru alls 14 verkefni valin. Þau fengu á bilinu eina til fimm milljónir og var heildarupphæð styrkjanna sem afhentir voru 50 milljónir króna. 
Meira

Hvað á fuglaskoðunarhúsið á Spákonufellshöfða að heita?

Í tilefni þess að fuglaskoðunarhúsið á Spákonufellshöfða er fullbúið efnir Sveitarfélagið Skagaströnd til nafnasamkeppni meðal áhugasamra. Hægt verður að skila inn tillögum til 3. janúar nk. og mun sveitarstjórn taka ákvörðun um nafngiftina sem verður birt við formlega opnun hússins næsta vor og er æskilegt er að nafnið hafi tengingu við hönnun, staðsetningu eða tilgang hússins. 
Meira

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Átta tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

„Hér hljómar kirkjutónlist og þungarokk í bland“ / SÓLEY SIF

Að þessu sinni er það Skagstrendingurinn Sóley Sif Jónsdóttir sem svarar Tón-lystinni en hún er fædd árið 2007, dóttir Jóns Ólafs Sigurjónssonar, slökkviliðsstjóra á Skaga-strönd, og Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, organista og tónlistarskólastjóra, en þau hjónin eru fólkið á bakvið Útfararþjónustuna Hugsjón á Skagaströnd. Sóley Sif spilar mest á píanó en hún syngur einnig og svo spilar hún á trommur.
Meira

Húnahópurinn sendir kveðjur

Húnahópurinn hélt sína árlegu jólagleði í Sundlaug Sauðárkróks í gærmorgun og allir kátir og hressir í pottinum að henni lokinni. Hópurinn vildi fá að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Það er mikil tilhlökkun í hópnum sem getur ekki beðið eftir að framkvæmdum við laugina ljúki svo hægt sé að fara í rennibrautina að loknum góðum sundsprett. Þá hvetur hópurinn alla til að fara í sund á nýja árinu því sund er mikil heilsubót, en það vita auðvitað allir.
Meira

Pavel Ermolinski og meistaraflokkur karla tilnefndir

Vísir.is birti í morgun topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna ásamt þeim þrem einsaklingum sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins 2023 og þau þrjú lið sem tilnefnd eru sem lið ársins 2023.
Meira

Lokað fyrir rennsli í Sundlaugina á Hofsósi

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að vegna kulda og mikillar notkunar á heitu vatni þessa dagana hefur verið lokað fyrir rennsli í Sundlaugina á Hofsósi. Áfram verður heitt vatn í pottunum og þeir opnir, en laugin sjálf verður köld.
Meira

Fullt út úr dyrum á Jólahúnum

Fullt var út úr dyrum á tónleikum Jólahúna á Blönduósi síðasta sunnudag. Tónleikarnir eru hugarfóstur Skúla heitins Einarssonar frá Tannstaðabakka en hann lést eftir baráttu við krabbamein 2021. Kærleikur og samstaða eru einkunnarorð þessara tónleika og hægt er að fullyrða að það er það sem þeir standa fyrir.
Meira

Snjópöntunin fyrir október loks að skila sér

Það hefur kyngt niður snjó hér Norðanlands síðasta sólarhringinn og rúmlega það. Það þýðir að skíðavinir kætast og draumurinn um dúnmjúkt hvíta gullið á skíðasvæðinu í Tindastóli fer að kitla. Það var því ekki annað að gera en heyra í þeim köppum á skíðasvæðiinu og spyrja hvort opnun væri í pípunum eða hvort snjórinn væri hreinlega orðinn of mikill.
Meira

Það má reikna með hvítum jólum

Aðdáendur hvítra jóla virðast ætla að fá sína ósk uppfyllta þessi jólin því Veðurstofan gerir ráð fyrir frosti, funa og dassi af éljum fram yfir jólahelgina. Eftir hreint ansi snjóléttan vetur þá hristi veturkonungur nokkur snjókorn fram úr erminni í gærkvöldi og er enn að. Reikna má með snjókomu híst og her á Norðurlandi vestra í dag en öll él styttir upp um síðir og það dregur úr þeim með kvöldinu.
Meira