A-Húnavatnssýsla

16 dagar til jóla

Upp er runninn föstudagur, ákaflega skýr og fagur eins og hefur einkennt síðustu daga svo mjög, skýrir og fallegir -16 dagar til jóla. Eins og spáin er, lítur út fyrir að þetta haldist óbreytt næstu daga. Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina, góða skemmtun á þeim viðburðum sem einhver ykkar sækið og klæðið ykkur í ull hún heldur á ykkur hita í frostinu.
Meira

Emelíana Lillý sigraði

Þann 6. desember var söngkeppni FNV haldin líkt og undanfarin ár, til þess að skera úr um hver fer fyrir hönd skólans í stóru Söngkeppni framhaldsskólanna 2024.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Tanja M. Ísfjörð var kjörin maður ársins fyrir árið 2022 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2023.
Meira

Danssýning í Varmahlíðarskóla

Nemendur allra bekkja Varmahlíarskóla fengu danskennarann Ingunni Margréti Hallgrímsdóttur frá Dalvík til sín í upphafi vikunnar og sýndu svo afrakstur kennslunnar með danssýningu sem aðstandendum var boðið að koma á í gær.  
Meira

Minnihlutinn sá fyrir sér að búa á Norðurlandi vestra í framtíðinni

Vel heppnað Ungmennaþing SSNV, Valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra, var haldið Í félagsheimilinu á Blönduósi áhuastdögum. Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að meðal athyglisvsverðustu niðurstaðna þingsins hafi verið að innan við helmingur af þátttakendum sáu fyrir sér að búa í landshlutanum í framtíðinni. „Þessar niðurstöður eru umhugsunarverðar fyrir stjórnmálafólk landshlutans því ef unga fólkið vill ekki búa hér í framtíðinni hver á þá að gera það? “ segir í fréttinni á vef SSNV.
Meira

Jólabókakvöld og jólatónleikar á Skagaströnd í dag

Gleðibankinn eini sanni á Skagaströnd stendur fyrir Jólabókakvöldi í Bjarmanesi, gamla barnaskólanum, í kvöld og hefst lesturinn kl. 20. Það eru heimamenn sem lesa upp úr átta sérvöldum bókum sem taka þátt í jólabókaflóðina þetta árið. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir en hægt verður að næla sér í kakó, kaffi og fleira í Bjarmanesi til að njóta alls í botn.
Meira

17 dagar til jóla

17 dagar er nú til jóla, dagarnir líða og helgin handan við hornið. Það er hægt að leiða að því líkum að eitthvert ykkar sé á leiðinni á einhvern jólafögnuð sem í boði verður um helgina. Jólahlaðborð og eða tónleika. Jólalög eiga eftir að óma úr öllum helstu samkomuhúsum á Norðurlandi þessa helgina. Ef það er ekkert slíkt á dagskrá er ekki úr vegi að njóta heimavið, hita sér kakó í frostinu, byrja kannski að setja gjafir í pappír, finna sér gamla jólaklassík til að horfa á eða setja „Nú stendur mikið til“ með Sigurði Guðmundssyni og Menfismafíunni á fóninn. Kalt mat blaðamanns er að sú jólaplata er einhver sú allra besta sem búin hefur verið til. 
Meira

Jóladagatal sveitafélagsins Skagafjarðar

Sveitafélagið Skagafjörður hefur í nú í annað sinn sett upp jóladagatal á heimasíðu sinni. Dagatalið er til gamans gert með hugmyndum fyrir hver dag af samverustund fjölskyldunnar sem hægt er að gera á aðventunni fram að jólum. Hægt er að smella á hvern dag fyrir sig og þá kemur upp hugmynd af samveru sem hægt er að notast við eða útfæra á sinn hátt. 
Meira

Aðventutónleikar í Félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun

Karlakórinn Lóuþrælar ásamt Barnakór Húnaþings vestra og einsöngvurum syngja inn jólin í Félagsheimilinu Hvammstanga fimmtudagskvöldið 7. desember kl. 19:30. Enginn aðgangseyrir. Allir hjartanlega velkomnir. Tónleikarnir eru styrktir af Landsbankanum.
Meira

Húnahornið velur Jólahús Húnabyggðar í 22. skiptið

Á heimasíðu Húnahornsins (huni.is) segir að sú hefð hefur skapast í desember að velja Jólahús ársins á Blönduósi og nú sé svæðið útvíkkað yfir alla Húnabyggð. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahúsnæði. Samkeppnin um Jólahúsið 2023 verður með svipuðu sniði og síðust ár og er þetta í 22. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins.
Meira