Gul viðvörun í veðurkortunum

Gul viðvorun fyrir næsta sólarhring. SKJÁSKOT AF VEÐUR.IS
Gul viðvorun fyrir næsta sólarhring. SKJÁSKOT AF VEÐUR.IS

Þá er.veðrið loks dottið úr hlutlausum og stafalogn, frostrósir og himinnblámi heyra sögunni til í bili. Það hlýnaði talsvert í dag og sú litla snjóföl sem lá yfir Norðurlandi vestra breyttist í hálku og því þurfa gangandi og akandi að gæta sín og vissara að fara varlega. Hlýindunum fylgdi sunnanrok en í nótt bætir enn í vindinn og það kólnar á ný. Veðurstofan hefur splæst í gula viðvörun á vestanverðu landinu og þar með talið á Ströndum og Norðurlandi vestra.

Í spá fyrir svæðið gerir Veðurstofan ráð fyrir suðvestan 10-18 m/s, en staðbundið 15-23 með dimmum éljum og lélegu skyggni á milli, einkum vestantil. Gera má ráð fyrir erfiðum akstursskilyrðum.

Króksarar geta þannig reiknað með leiðindaveðri í fyrramálið, snjókomu og 20 m(sek suðvestan þegar verst lætur – átt sem er nú aldrei í sérstöku uppáhaldi. Veðrið skánar um hádegi en engu að síður má reikna með talsverðum vindi og éljum fram alveg á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir