A-Húnavatnssýsla

Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð

Alþingi veitti fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022.
Meira

Dásamleg upplifun sælkera á Bjórhátíðinni á Hólum

Bjórhátíðin á Hólum verður haldin nk. laugardag 1. júlí og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stendur frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mæta helstu bjórframleiðendur landsins og kynna fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Meira

Leitað að meira af heitu vatni við Reyki

Nú í byrjun vikunnar hófst borun fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar á fyrstu af fjórum rannsóknarholum við Reyki, skammt frá Húnavöllum. Farið er í verkefnið til að finna meira heitt vatn fyrir veituna en afkastageta núverandi svæðis er að verða fullnýtt. Fram kemur í frétt á síðu RARIK að holurnar eru staðsettar að tillögu ÍSOR austan og vestan við núverandi vinnslusvæði í þeim tilgangi að leggja mat á stærð svæðisins, rannsaka hvort mögulega megi finna meira heitt vatn utan við núverandi vinnslusvæði og til að finna hentuga staðsetningu fyrir vinnsluholu, sem gert er ráð fyrir að boruð verði í framhaldinu.
Meira

Hvalveiðibann byggt á misskilningi?

Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna.
Meira

Júlíveðrið svipað og verið hefur með aðeins fleiri rakadögum og pínu minni hita

Á fund Veðurklúbbs Dalbæjar mættu í gær 27. júní, og spáðu fyrir júlíveðrinu, þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Guðrún Ágústa Ólafsdóttir, Ásgeir Stefánsson, Sigríður Björk Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Þorgerður Sveinbjarnardóttir, Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira

Páll Óskar og Bandmenn skemmta á Húnavöku

Það er alltaf stemning fyrir Húnavöku og ekki er líklegt að nokkur breyting verði á því í ár. Það styttist enda í gleðina en Húnavaka verður á Blönduósi dagana 13.-16. júlí og meðal þeirra sem þar stíga á stokk má nefna að Páll Óskar verður með stórdansleik í félagsheimilinu á Blönduósi á föstudagskvöldinu en kvöldið eftir verða það Bandmenn mættir á sama svæðið.
Meira

Frábært ÓB-mót í brakandi blíðu á Króknum

Þá er ÓB-móti Tindastóls sem fram fór á Sauðárkróki nú um helgina lokið. Að sögn mótsstjóra, Lee Ann Maginnis, voru um 550 keppendur á mótinu sem er skemmtileg tala á Króknum. Það voru því rétt tæplega 100 lið mætt til leiks og að þessu sinni lék veðrið heldur betur við keppendur og fylgisfólk, hlýtt og stillt og Skagafjörðurinn bauð upp á skrautsýningu í nótt sem verður eflaust mörgum minnisstæð.
Meira

Húnvetningar í toppmálum

Keppni í 3. deild karla í knattspyrnu er geysi jöfn og skemmtileg en fimm lið eru í einum haug á toppi deildarinnar og þar á meðal lið Kormáks/Hvatar sem situr, þegar þetta er skrifað, á toppi deildinnar með 17 stig eftir níu umferðir. Húnvetningar gætu þó þurft að gefa toppsætið eftir síðar í dag þegar þrír síðustu leikir umferðarinnar verða spilaðir. Í gær sótti Kormákur/Hvöt heim þáverandi topplið deildarinnar, Árbæ, og gerði sér lítið fyrir og sigraði 1-3 þar sem Benni fór á kostum og gerði öll mörk gestanna.
Meira

Steinrunninn trjábolur á Vatnsdalsfjalli - Milljóna ára gamall með yfir 200 árhringi

Það má velta fyrir sér nú, þegar umræða um hækkandi hitastig heimsins er fyrirferðamikil, hvort, og þá hvernig, verði umhorfs á Íslandi eftir einhverja mannsaldra. Ljóst er að loftslag hefur verið heittemprað á landinu fyrir milljónum ára þar sem gróðurmenjar hafa fundist hér á landi sem innihalda leifar heittempraðs skógs, lauf- og barrtrjáa.
Meira

Kaffihúsastemning í Húnaskóla

Það var sannkölluð kaffihúsastemning í Húnaskóla í gær þar sem krakkarnir í Sumarfjöri Húnabyggðar buðu eldri borgurum á kaffihús en boðið var upp á kaffi, kökur og heita rétti sem krakkarnir sáu um að baka sjálf undir leiðsögn.
Meira