Dagskráin klár fyrir Heim að Hólum á aðventu á laugardaginn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.12.2023
kl. 09.13
Næstkomandi laugardag, 9. desember, verður opinn dagur hjá Háskólanum á Hólum í tilefni af viðburðinum Heim að Hólum á aðventu. Dagskráin verður frá kl. 11:30 til kl. 17:00 og má nefna barnastund, jólatréssölu, rökkurgöngu og ýmislegt annað en einnig verður Ágúst Ingi Ágústsson með “Ágrip af sögu körfuboltans á Króknum” kl. 15 í tilefni þess að Skagafjörður fagnaði Íslandsmeistaratitli í ár og Íslandsmeistarabikarinn verður að sjálfsögðu á staðnum! Aðalbygging Háskólans á Hólum verður opin frá kl. 12-16 og veitingasala verður á Kaffi Hólum á sama tíma.
Meira