A-Húnavatnssýsla

Kosið um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna á Skagaströnd

Föstudaginn 15. desember byrjaði kosning um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna í Sveitarfélaginu Skagaströnd og er þetta í annað sinn sem þessi kosning fer fram. Í ár verður hins vegar sú breyting á að íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar en í fyrra var dómnefnd sem stóð fyrir valinu. Hægt er að senda inn tilnefningar til miðnættis 26. desember 2023 og munu úrslitin birtast á heimasíðu sveitarfélagsins. íbúar á Skagaströnd eru hvattir til að skella sér á rúntinn og hlusta á ljúfa jólatóna á meðan ekið er um götur bæjarins til að meta hvað er jólalegasta húsið og mest skreytta gatan.
Meira

Fuglaskoðunarhúsið á Spákonufellshöfða tilbúið til notkunar

Rétt í þessu kom tilkynning um að glæsilega fuglaskoðunarhúsið á Spákonufellshöfða væri tilbúið til notkunar en Feykis sagði frá því í lok október að uppsetning á nýju fuglaskoðunarhúsi á Spákonufellshöfða væri í fullum gangi. Það er því um að gera að gera sér ferð og skoða þetta fallega hús sem Auður Hreiðarsdóttir hjá ESJA Architecture hannaði en það var reist af Verk Lausnum á Skagaströnd með stuðningi úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða. 
Meira

Aðeins 6 dagar til jóla....

Ég var að uppgötva að það eru aðeins 6 dagar til jóla.... Ég er reyndar búin að kaupa allar jólagjafirnar og byrjuð að pakka inn en allt annað er ég ekki byrjuð á að gera og mun eflaust ekki hafa tíma í að gera þetta árið. Jólin koma, því miður eða á maður að segja frekar sem betur fer, þó ég sé ekki búin að skúra og skrúbba alla veggina heima hjá mér, baka allar smákökusortirnar og allt annað sem fylgir jólunum sem ég man ekki núna því stressið er að yfirtaka heilann í mér. Eigum við nokkuð að leyfa því að koma og setja bara í uppgjafargírinn og stilla á þetta reddast allt saman:) 
Meira

Fljúgandi hálka í Langadalnum

Hiti er nú víða um frostmark á Norðurlandi vestra. Í gær snjóaði en það hefur hlánað nokkuð í dag og því þurfa gangandi og akandi vegfarendur að fara að öllu með gát. Á vef Vegagerðarinnar er varað við því að flughált er í Langadal en hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir sem er síðan um kl. 13:00 í dag.
Meira

Nethrappar láta til sín taka

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að athygli lögreglunnar hafi verið vakin á því að svikahrina sé í gangi á samfélagsmiðlum þar sem óskað er eftir skjáskoti (screenshot) af öryggiskóða. Sé skjáskotið sent á viðkomandi virðist vera sem viðkomandi nái yfirhönd yfir samfélagsmiðlum viðkomandi.
Meira

Gert ráð fyrir tapi í fjárhagsáætlun Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd verður rekið með 63 milljón króna halla á næsta ári gangi fjárhagsáætlun þess eftir, sem samþykkt var á sveitarstjórnarfundi á fimmtudaginn. Í frétt Húnahornsins segir að heildartekjur séu áætlaðar 872 milljónir króna og þar af eru skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 634 milljónir og aðrar tekjur 238 milljónir.
Meira

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir jákvæðum rekstri í Húnabyggð

Sveitarstjórn Húnabyggðar áætlar að rekstur sveitarfélagsins árið 2024 verði jákvæður um 33 milljónir króna. Seinni umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár fór fram á sveitarstjórnarfundi í vikunni. Í frétt á Húnahorninu segir að áætlað sé að heildartekjur verði 2.713 milljónir króna, rekstrargjöld 2.299 milljónir og afskriftir 146 milljónir. Gert er ráð fyrir að reksturinn verði jákvæður um tæpar 413 milljónir króna fyrir fjármagnsliði en að teknu tilliti til þeirra verður afkoman um 33 milljónir eins og fyrr segir.
Meira

Guðbrandur Ægir hlýtur viðurkenningu úr Menningarsjóði KS

Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson fékk í gær afhent framlag úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga fyrir mikið og gott starf um árabil, í þágu menningar og lista í Skagafirði. Í viðurkenningarskyni var honum afhent upphæð 500 þúsund krónur, sem þakklætisvott fyrir störf hans í þágu samfélagsins.
Meira

Hulda Þórey fær afreksbikarinn

Hulda Þórey Halldórsdóttir fékk í dag afhentan afreksbikarinn, til minningar um Stefán Guðmundsson stjórnarmann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur en með þessari úthlutun er einnig veittur 300.000 kr.- styrkur úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

9 dagar til jóla

9 dagar til jóla og í dag er alþjóðlegi ljóti jólapeysudagurinn.... eiga ekki allir eina slíka inni í skáp? Þá er um að gera að fara í hana í dag:) Svo er líka alþjóðlegi settu á þig perlur dagurinn í dag:) svakalega flott með ljótu jólapeysunni... hehe
Meira