A-Húnavatnssýsla

Lið Kormáks/Hvatar gefur hvergi eftir í toppbaráttunni

Hún var mögnuð knattspyrnuhelgin á Norðurlandi vestra. Bæði meistaraflokkslið Tindastóls unnu mikilvæga leiki og á Blönduósi bætti stolt Húnvetninga, lið Kormáks/Hvatar, enn stöðu sína í toppbaráttu 3. deildar. Í dag mættu þeir liði ÍH úr Hafnarfirði og þó einhverjir gætu sagt að þetta hafi verið skildusigur þá geta slíkir leikir reynst bananahýði. Húnvetningum skrikaði þó ekki fótur í leiknum og fóru létt með ÍH-inga og unnu 5-0 sigur.
Meira

Fótboltinn í 3. deildinni er áhugaverður, segir Uros Djuric

Nú á vordögum fékk lið Kormáks/Hvatar liðsstyrk þegar reyndur serbneskur leikmaður tók stöðu milli stanganna í marki Húnvetninga. Um var að ræða Uros Djuric, 29 ára gamlan fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu sem hefur spilað í sterkum deildum í Austur-Evrópu. Það hefur líka komið í ljós að hann kann ýmsilegt fyrir sér í markmannsstöðunni og kappinn því happafengur fyrir Húnvetninga.
Meira

Aldrei verið jafn auðvelt að „fara norður“

Ísorka hefur hleypt straumi á nýja hraðhleðslustöð á Blönduósi en um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 2x CCS tengi og getur því hlaðið tvo bíla í einu. Stöðin er staðsett við norðurenda Íþróttahússins á Blönduósi, nánar tiltekið á Melabraut 2. Stöðin er sýnileg í Ísorku appinu en í frétt á vef Ísorku segir að verkefnið hafi verið unnið í samstarfi við Orkusjóð.
Meira

Umhverfisverðlaun Húnabyggðar veitt á Húnavöku

Á Húnavöku afhenti Umhverfisnefnd Húnabyggðar umhverfisverðlaun sem eru veitt fyrir falleg og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.
Meira

Unglingalandsmótið er frábær vettvangur til þess að prófa nýja hluti og upplifa hin eina sanna ungmennafélagsanda

Fram undan er Unglingalandsmót á Sauðárkróki þar sem mestu máli skiptir að vera með, taka þátt og prófa eitthvað nýtt. Unglingalandsmótið á Sauðárkróki er frábært tækifæri og vettvangur fyrir ungmenni á aldrinum 11-18 ára til þess að velja á milli fjölda íþróttagreina og afþreyingar í heimabyggð.
Meira

Húnavaka vel sótt - Árgangagrillið komið til að vera

Húnavaka var haldin í tuttugasta sinn sl. helgi. Hátíðin tókst vel að sögn skipuleggjenda, þrátt fyrir kalt veður en vegna þess voru sumir viðburðir færðir undir þak sem kom þó ekki að sök.
Meira

Dagur með Einari á Blönduósi á laugardagskvöldið

Það verður sannkölluð tónlistarveisla á Blönduósi laugardagskvöldið 22. júlí. Dagur Sigurðsson söngvari og gítarleikari og Einar Örn Jónsson píanóleikari, verða á nýjum tónleikastað í gamla bænum, Krúttinu á Hótel Blönduósi, og flytja bestu lög tónlistarsögunnar, smelli, hittara og bangera - kraftballöður og rokkslagara - íslenskt og útlenskt.
Meira

Stelpurnar í 3. flokki T/H/K/F unnu sér sæti í A-riðli

Sameinað lið T/H/K/F (Tindastóll/Hvöt/Kormákur/Fram) í 3. flokki kvenna vann frábæran sigur í gærkvöldi þegar stelpurnar heimsóttu lið Fjölnis í Grafarvoginn reykvíska. Leikurinn fór 2-4 og það voru Skagstrendingarnir Elísa og Birgitta sem sáu um markaskorun liðsins en þær hafa sannarlega lifað fótboltadrauminn í sumar því auk þess að spila með 3. og 2. flokki T/H/K/F hafa þær verið að spila með Bestu deildar liði Tindastóls í sumar.
Meira

Alexandra fór á kostum í Heimilisiðnaðarsafninu

Stofutónleikar Heimilis-iðnaðarsafnsins fóru fram á síðasta degi Húnavöku, þann 16. júlí. Í þetta sinn var það Alexandra Chernyshova, sópran og tónskáld sem flutti fjölbreytta efnisskrá, íslensk og úkraínsk lög í bland við önnur þekkt erlend lög. Má segja að rómantíkin hafi svifið yfir þar sem lögin fjölluðu gjarnan um ástina, lífið og vonina.
Meira

Þjónustukort Byggðastofnunar tilvalinn leiðarvísir fyrir sumarfríið

Ef ferðalög er framundan í sumar er Þjónustukort Byggðastofnunar tilvalinn staður til að verða sér úti um upplýsingar um hvar fjölbreytta þjónustu er að finna á landinu öllu.
Meira