Kosið um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna á Skagaströnd
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.12.2023
kl. 12.46
Föstudaginn 15. desember byrjaði kosning um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna í Sveitarfélaginu Skagaströnd og er þetta í annað sinn sem þessi kosning fer fram. Í ár verður hins vegar sú breyting á að íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar en í fyrra var dómnefnd sem stóð fyrir valinu. Hægt er að senda inn tilnefningar til miðnættis 26. desember 2023 og munu úrslitin birtast á heimasíðu sveitarfélagsins. íbúar á Skagaströnd eru hvattir til að skella sér á rúntinn og hlusta á ljúfa jólatóna á meðan ekið er um götur bæjarins til að meta hvað er jólalegasta húsið og mest skreytta gatan.
Meira