A-Húnavatnssýsla

Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ orðin aðgengileg á netinu

Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er nú orðin aðgengileg á netinu. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur.
Meira

Umferðarslys í Langadal í gærkvöldi

,,Aðilarnir sem um er rætt voru allir fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en ekki er talið að þeir séu eins alvarlega slasaðir og talið var í fyrstu. Rannsókn á tildrögum slyssins er fram haldið," segir í tilkynningu frá lögreglunni. 
Meira

Beint frá býli dagurinn - 15 ára afmælishátíð

Í tilefni af 15 ára afmæli Beint frá býli félagsins, verður blásið til afmælishátíðar um land allt 20. ágúst.
Meira

Heldur minni veiði en í fyrra í húnvetnsku laxveiðiánum

Húnahornið segir frá því að veiði í húnvetnsku laxveiðiánum sé almennt heldur minni sem af er sumri en á sama tíma í fyrra. „Mest hefur veiðst í Miðfjarðará eða 409 laxar en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 452 laxar. Áin er í sjöunda sæti yfir aflamestu laxveiði ár landsins og hefur hún oft verið ofar á listanum. Veiðst hafa 267 laxar í Blöndu samanborið við 326 laxa á sama tíma í fyrra. Laxá á Ásum er komin í 265 laxa en í fyrra höfðu veiðst 375 laxar á sama tíma,“ segir í frétt Húna.is
Meira

Endurkomusigur hjá Kormáki/Hvöt á Hvammstanga í dag

Það virðist fátt geta stoppað lið Kormáks/Hvatar þessa dagana. Þeir voru í það minnsta á eldi á Eldi í Húnaþingi þegar þeir tóku á móti Vestmannaeyingum í liði KFS á Hvammstanga í dag. Gestirnir skutu Húnvetningum raunar skelk í bringu þegar þeir náðu forystunni snemma leiks en þegar upp var staðið þá bættu heimamenn enn stöðu sína í toppbaráttu 3. deildar og unnu góðan 3-1 sigur.
Meira

Malbikun stendur yfir á Skagaströnd

Á vef Skagastrandar kemur fram að Vegagerðin mun malbika stofnveg sveitarfélagsins frá Fellsbraut við Röðulfell um alla Strandgötu fram að gatnmótum við Einbúann.
Meira

Fagmennska, traust og framsækni á eftir að skila sér til eflingar landsbyggðunum

„Blómleg byggð um land allt er framtíðarsýn Byggðastofnunar og byggir á trausti fagmennsku og framsækni,” segir Magnús B. Jónsson fráfarandi stjórnarformaður Byggðastofnunar sem lauk nýverið starfi sem stjórnarformaður eftir fjögurra ára stjórnarsetu. „Mér finnst Byggðastofnun vera í góðum málum, bæði vegna þess mannauðs sem þar hefur byggst upp og er meginverðmæti hverrar starfsemi og vegna þess hve efnahagur hennar stendur vel. Stofnunin á að mínu mati góða möguleika á að vaxa og dafna með þessar tvær undirstöður sem grunneiningar.”
Meira

Keppni í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti

Keppni í kökuskreytingum hefur verið á meðal þeirra fjölmennustu síðan greinin var kynnt til sögunnar fyrir nokkrum árum. Keppendur vinna með þema í kökuskreytingum. Þemað er fjölbreytileiki þetta árið.
Meira

Útimarkaður í gamla bænum á Blönduósi laugardaginn 29. júlí

Laugardaginn 29. júlí nk. verður haldinn útimarkaður í gamla bænum á Blönduósi frá kl. 14 - 17. 
Meira

Strandveiðar á tímamótum – næstu skref

Strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkenda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af. Auk útgefinna heimilda til strandveiða, hefur á undanförnum árum verið hægt að bæta við strandveiðipott ársins áður en vertíð líkur af heimildum annarsstaðar frá sem sýnt hefur verið að verði ekki nýttar á því fiskveiðiári.
Meira