Íbúum fjölgar um 0,7% á Norðurlandi vestra

Snippuð mynd af Wikipedia.
Snippuð mynd af Wikipedia.

Á heimasíðu Þjóðskrár segir að íbúum hafi fækkað í níu sveitarfélögum en fjölgað eða staðið í stað í 55 sveitarfélögum frá 1. desember 2022 til 1. desember 2023. Á Norðurlandi vestra eru fimm sveitarfélög í dag og fjölgaði í þrem þeirra. Aftur á móti fjölgaði íbúum í öllum landshlutum miðað við 1. desember 2022 og var aukningin á Norðurlandi vestra um 0,7%. Hlutfallslega var mesta fjölgunin á Suðurnesjum eða um 5,3% sem er fjölgun um 1.651 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.465 frá 1. desember 2022 til. 1. desember 2023 sem er um 3% aukning.

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár segir að íbúum á Norðurlandi vestra hafi fjölgaði um 55 á þessu tímabili. Í Húnaþingi vestra fjölgaði íbúum um einn og fór úr 1.259 upp í 1.260 íbúa. Í Húnabyggð fjölgaði íbúum um þrjá og fór því úr 1.297 upp í 1.300 íbúa. Íbúum í Sveitarfélagi Skagastrandar fækkaði um fimmtán, voru í 483 en eru í dag 468. Þá fækkaði einnig í Skagabyggð um þrjá einstaklinga, voru áður 89 en í dag 86. Í sveitarfélaginu Skagafirði fjölgaði hins vegar íbúum um 69 manns og eru þeir nú 4.387.

Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir