Lúsíur á ferð um Sauðárkrók á morgun

Mynd af hópnum í fyrra. MYND ÁRSKÓLI
Mynd af hópnum í fyrra. MYND ÁRSKÓLI
Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur í 6. bekk Árskóla á Sauðárkróki haldi árlega Lúsíuhátíð og nú er að koma að henni, miðvikudaginn 13. desember og syngja Lúsíusöngva á ýmsum stöðum á Sauðárkróki. Nemendur hafa æft Lúsíusöngva af kappi undanfarið og þennan dag ætla þeir að gleðja bæjarbúa með hátíðlegum söng, klæddir Lúsíubúningum.

Dagskrá er eftirfarandi:

09:30 Ársalir, yngra stig
10:00 Ársalir, eldra stig
10:30 Ráðhúsið
11:10 Lúsíurnar fara um skólann og syngja Lúsíulagið
14:00 HSN, dvalarheimili og deild 2
15:00 Skagfirðingabúð
16:30 Matsalur Árskóla
 
Þetta er stórskemmtileg hefð hjá nemendum Árskóla og gleður alla sem verða á vegi þeirra á morgun. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir