Bókin Fyrsti sjúkraflugmaðurinn er komin út
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.12.2023
kl. 10.17
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum stórmerk bók um fyrsta sjúkraflugmanninn á Íslandi, Björn Pálsson. Jóhannes Tómasson skráði. Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður „bjargvættur landsbyggðarinnar“ en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en "lófastærð". Þetta er vægast sagt einstök lesning um einstakan mann og ekki seinna vænna að halda minningu hans á lofti, en Björn lést í flugslysi fyrir 50 árum og var þá ekki sjálfur við stýrið.
Meira