A-Húnavatnssýsla

Húnavökumótið í golfi haldið um helgina

Húnavökumótið í golfi verður haldið um helgina, laugardaginn 15. júlí, á Vatnahverfisvelli við Blönduós.
Meira

Minningarmót Evu Hrundar fór fram í blíðskaparveðri

Opið kvennamót í golfi fór fram í blíðskaparveðri á golfvellinum í Vatnahverfi við Blönduós síðastliðinn sunnudag en mótið var haldið til minningar um Evu Hrund Pétursdóttir. Í frétt á Húnahorninu segir að 28 konur hafi mætt til leiks og var keppnisfyrirkomulagið punktakeppni með forgjöf í þremur flokkum.
Meira

Nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna á Húnavöku

Nú um næstkomandi helgi fer fram Húnavaka fram á Blönduósi dagana 13. – 16. júlí. Þetta er í tuttugasta skiptið sem hátíðin fer fram í núverandi mynd en Húnvetningar hafa áratugum saman gert sér dagamun undir yfirskriftinni Húnavaka. Hér á árum áður var hún þó haldin á útmánuðum í tengslum við árstíðarskipti og var þá menningin allsráðandi og vann hún sér fastan sess í hugum Húnvetninga.
Meira

Skráning á Unglingalandsmótið á Króknum komin á fullt

„Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Við erum búin að opna fyrir skráningu á mótið og geta allir sem vilja skoða hvað er í boði,“ segir í frétt á heimasíðu UMFÍ. Mótið á Króknum verður sannkölluð veisla því boðið verður upp á 27 íþróttagreinar fyrir 11-18 ára þátttakendur og geta allir skráð sig í eins margar greinar og hver og einn vill. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og lýkur sunnudaginn 6. ágúst.
Meira

Styrktarbingó Kormáks/Hvatar á fimmtudaginn

Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar heldur styrktarbingó í félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 13. júlí kl: 21:00 og er opið hús til 01:00. Aðgangseyrir er 1500 kr, innifalið í því er eitt spjald og happadrættismiði sem dregið verður út úr. Auka spjöld kosta 500 kr.
Meira

Auglýst eftir þátttakendum í verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar í bullandi toppbaráttu að lokinni fyrri umferð

Það var toppbaráttuslagur í 3. deildinni í gær þegar leikmenn Kormáks/Hvatar sóttu lið Augnabliks heim í Fífuna í Kópavogi. Fyrir leikinn var lið Húnvetninga í öðru sæti deildarinnar en heimamenn í því fjórða. Það fór svo að Augnablik hafði betur, 2-1, og nú þegar keppni í 3. deildinni er hálfnuð þá er Kormákur/Hvöt í fjórða sæti með 20 stig, Augnablik í þriðja með 21, Víðir í öðru sæti með 22 stig og á toppnum er lið Reynis Sandgerði með 25 stig.
Meira

„Til hvers að kaupa bók ef þú ætlar ekki að lesa hana?“

Bók-haldinu svarar að þessu sinni Kristjana Stefanía Jóhannesdóttir, eða bara Stella, en hún fæddist á Búðum við Fáskrúðsfjörð árið 1961. Fjölskyldan fluttist að austan á Sauðárkrók 1970 og Stella flutti í sveitina 1979 og býr nú á Stóra-Búrfelli í Austur-Húnavatnssýslu ásamt eiginmanni sínum, Jóni Gíslasyni, fyrrum oddvita í Húnavatnshreppi. Stella á fjögur börn og tvö barnabörn, er húsmæðraskólagengin og er „bara“ bóndi eða bóndakona, eins og sumir segja.
Meira

Riðusérfræðingarnir heillaðir af norðlenskum bændum

Eins og Feykir greindi frá nýlega, mætti stór hópur erlendra vísindamanna á upphafssvæði riðuveiki vikuna 19. til 23. júní og fór í vettvangsferð í Svarfaðardalinn og Skagafjörðinn. Á lokafundinum voru allir sammála: Þeir voru heillaðir af brennandi áhuga sauðfjárbænda á efninu, af umfangsmikilli þekkingu þeirra um málin, af vilja þeirra að leysa málin á vísindalegan hátt. Þeim kom líka hinn sterki félagsandi bænda á óvart, náin tengsl þeirra við hjörðina sína, ástríðan og - í orðsins fyllstu merkingu - ódrepandi bjartsýni og seigla „riðubænda“ til að halda áfram þrátt fyrir að hafa misst kindurnar sínar í niðurskurði.
Meira

Samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa lengi átt farsælt samstarf á sviði fræðslu, rannsókna og nýsköpunar. Í gær var undirritað samkomulag um að efla samstarfið enn frekar með formlegri stofnun faghópa til að vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál.
Meira